Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 54

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 54
)ón R. Hjálmarsson ': Sýnir Odds á Heiði Oddur Oddsson, f. 28. 12. 1894, á Heiði, Rangárvöllum, hefur frá barnæsku verið skyggn og næmur fyrir dulrænum fyrirbærum. Hann var full þrjátíu ár fjallkóngur á afrétti Rangvellinga, svo- nefndum Laufaleitum. Venja var á fjalli, að þeir leitarmenn tækju sér náttstað í Hvanngili, sem liggur yfir þveran afrétt suður af Torfajökli, austarlega. Voru hestarnir settir á beit yfir nóttina innst í gilinu. Oft varð að fara seinni hluta nætur til að líta eftir hestunum, því að þeir vildu rása fram úr gilinu. Það var venja Odds að fara með í þcssar eftirlitsferðir. I ferðum þessum sá Oddur oft mann í gilinu og slóst hann í för með þeim leitarmönnum. Ekki sáu mann þenna aðrir en Oddur. Maðurinn var vel í meðallagi á hæð, fremur grannvaxinn, en herðabreiður. Hann var búinn dökkleitri yfirhöfn, er virtist lítið eitt síðari á aðra hliðina og náði niður undir hné. Hann var með venjulega íslenzka skó og í ullarsokkum utan yfir buxum og girtur fótólum neðan við hné. Eitt sinn, er Oddur var að vitja um hestana og maður þessi hafði slegizt í förina, sneri Oddur sér að honum og spurði: „Hvert ætlar þú eiginlega?“ Hvarf þá svipurinn. Er Oddur var í leitum á þessum slóðum, var hann stundum að hugsa um, að óviðkunnanlegt væri að hafa aldrei komið á þann stað á Mælifellssandi, þar sem þeir urðu úti mennirnir fjórir úr Skaftafellssýslu árið 1868, svo sem kunnugt er. Svo bar það við eitt sinn í göngum laust eftir 1930, að Oddur var þarna á ferð ásamt Böðvari Böðvarssyni, nú á Voðmúlastöðum í Landeyjum, er á þenna stað hafði komið. Ákvað þá Oddur að láta Böðvar leiðbeina sér og þeim öðrum, er með voru, á umræddan stað. Nokkur ár voru liðin frá því, að Böðvar hafði komið, þar sem beinin fundust, og var hann ekki alveg viss um að rata. Er nokk- 52 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.