Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 62

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 62
inga sína hvern af öðrum. Og til að treysta völd sín og eíla áhrif konungs sá Erlingur gott ráð. Hann vissi, að ofar öllum verald- legum lögum stóðu Guðs lög og að kirkjan var orðin það stór- veldi andans, sem mestu réð yfir hug manna og viðhorfi. Hin volduga stofnun með erkibiskupinn í Niðarósi í broddi fylkingar mundi geta orðið konungdæmi þeirra feðga ómetanlegur styrkur, ef hægt væri að hagnýta hana í því skyni. Eysteinn Erlendsson var á þessum árum erkibiskup í Niðarósi. Hann var af höfðingjaættum og hafði áður gegnt ýmsum trúnaðar- störfum hjá Inga konungi, en eftir að hann tók við embætti erki- biskups hugsaði hann mest um eflingu kristninnar og hag kirkj- unnar. Hann var trúmaður mikill og fylgdi heittrúarstefnu þeirri, sem runnin var frá Gregóríusi páfa 7. og var á þá leið að frelsa kirkjuna sem mest frá afskiptum og íhiutun veraldslegs valds. En hvað sem viðhorfum erkibiskups hefur liðið, var því ekki að neita, að kirkjan gat einnig haft góðan styrk af vinsamlegri samvinnu við ríkisvaldið, og það hefur erkibiskup séð. Samkomulag varð því milli þessara valdaaðila. Erlingur skakki hét erkibiskupi full- um stuðningi við kirkjuna og fjárhagslegri aðstoð gegn því, að hann legði ríkisvaldinu til allan þann andlega styrk, sem kirkjan mátti veita. Samkomulag þetta varð til þess, að Eysteinn erki- biskup krýndi Magnús Erlingsson til konungs árið 1163 við hátíð- lega athöfn að viðstöddum biskupum ásamt sérlegum sendimanni páfans og ýmsu stórmenni innlendu og útlendu. Var þetta fyrsta konungskrýningin á Norðurlöndum og vakti að vonum mikla athygli. Erlingur skakki áleit nú, að konungdæmi það, sem hann hafði búið til handa syni sínum, væri komið á traustan grundvöll, er erkibiskup hafði krýnt Magnús til konungs yfir Noregi af Guðs náð, sett gullkórónu á höfuð honum, vígt sverð í aðra hönd hans og veldissprota í hina. En þrátt fyrir stuðning kirkjunnar og krýninguna var hásæti Magnúsar konungs alltaf valt og ótraust. Árið, sem krýningin fór fram, kom upp ófriður við Dani, því að Valdemar mikli taldi Erling skakka hafa svikið sig. Styrjöld sú endaði á þann veg, að yfirráð Dana í Víkinni voru staðfest og Erlingur skakki látinn 60 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.