Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 10
Halldórsverzlun. Verzlunarhúsin byggð 1903.
og fleira til að fullgera farminn. Vörurnar, sem skipið lestaði, voru
frá fyrirtækinu Copland & Berrie.
Björn Kristjánsson í Reykjavík rak smásölu og útvegaði einnig
fermd skip með vörur aðallega frá Þýzkalandi. Skip það, er B. K.
hafði í förum, hét Minna og kom nokkrum sinnum með vörur cil
félagsins. Þetta skip lá grunnt og hafði, að mig minnir, hjálparvél.
Er leið að aldamótum, fór mikið að draga úr vörupöntunum
bænda til kaupfélagsins. Það seldi þó ætíð mjög ódýrar og góðar
vörur og lagði ekki á þær nema örlítið, auk kostnaðar. Vera kann,
að lög félagsins hafi þótt nokkuð ströng, þar sem krafizt var lof-
orða um innlegg, er svaraði til þess, sem pantað var. Fleiri verzl-
anir voru þá komnar og töluverð samkeppni á þessu sviði.
„Með silfurbagga á bakinu frá Vík til Reykjavíkur“, skrifar
Þórður Geirsson í Reykjavík í Lesbók Morgunblaðsins 7. marz
1954. Þetta er löng grein og skemmtilega skrifuð, sem ekki er
hægt að rekja hér nema í fáum dráttum. Þar segir, að Birni
Kristjánssyni, kaupmanni í Rcykjavík, hafi hugkvæmzt að taka
skip á leigu. Þetta skip hafi komið til Víkur sumarið 1898 með
8
Goðasteinn