Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 40
„BIaðamenn“ frá tímaritinu Goðasteini á Fimmvörðuhálsi.
Goðalandsjökull í baksýn.
ótal giljum, gljúfrum og höfðum. Mest ber þar á Útigönguhöfða,
sem er stærðar fja.ll. Fjær liggur Þórsmörk, og við greinum þar
ýmsa kunna staði eins og Rjúpnafell, Valahnjúk, Langadal, Húsa-
dal, Hamraskóga, Slyppugil, Stórenda, Búðarhamar og margt
annað merkilegt. Fyrir innan Mörkina taka við Almenningar og
þar rísa Lakar háir og tignarlegir. Handan Markarfljóts setja fjöl-
mörg kennileiti svip á landið. Þar er Grænafjall, Einhyrningur,
Tindfjallajökull og Fauskheiði. Svo er þar Hitagil og Kerið fræga,
þar sem Höfðabrekku-Jóku, mögnuðum draug, var komið fyrir
í eina tíð. Yfir á Emstrum gnæfa Súlur og fleiri fjöll. Einnig sést
Þórólfsfell og út Fljótshlíð til Þríhyrnings.
En ekki máttum við eyða löngum tíma í landfræðilegar athug-
anir og héldum áfram göngunni. Leiðin var nú mjög undan fæti
niður með Bröttufönn og fram á Heljarkamb. Þar á Kambinn
settum við síðustu stikuna í gamalt vörðubrot og höfðum þar með
lokið að merkja alla leiðina yfir háfjallið. Heljarkambur er dá-
lítill fjallshryggur milli tveggja alldjúpra gilja. Fer hann mjókk-
andi fram og endar í klettarana. Ekki er verulega erfitt að klifra
38
Goðasteinn