Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 56
Guðjón Jónsson í Ási:
Dularfull sýn
Haustið 1924 var fyrst slátrað við Rauðalæk. Sláturfélag Suður-
lands leiðbeindi um slátrunina og meðferð afurðanna og tók á
móti kjöti og gærum, sem flutt var til Reykjavíkur á bifreiðum.
Um útvegun bifreiðanna annaðist ég. Fluttu þær austur ýmsar
vörur fyrir þá, sem létu slátra fé sínu á Rauðalæk, og sá ég um
afhendingu þeirra.
Ekki var þá akfær vegur frá Ási að Rauðalæk. Varð ég að
reiða á klökkum allt, sem ég flutti heim þaðan. Gekk það að
vonum seint, og átti ég ýmislegt óflutt heim, þegar slátrun var
lokið.
Eftir veturnætur gerði norðanátt með frosti, svo hestheldur ís
kom á Rauðalæk. Ég notaði það tækifæri og fór með hest og
dráttarsleða og sótti flutninginn. Þetta var á miðvikudegi í hægri
norðanátt og sólskini. Mér gekk vel og var kominn nokkru fyrir
sólarlag miðja vegu milli Syðri-Rauðalækjar og Arnkötlustaða. Sé
ég þá, að á móti mér kemur ríðandi maður á vel reistum, létt-
fættum og liprum hesti, jörpum. Maðurinn var Sigurður Hannes-
son bóndi á Sumarliðabæ. Hann kom heiman frá mér. Hann biður
mig að fara og finna tiltekinn mann, sem var í um 25 km fjarlægð.
Ég lofaði að gjöra þetta. Við ákváðum að hittast við Kálfholts-
kirkju næsta sunnudag, því þá átti að messa þar.
Á sunnudaginn var bjart veður og dálítið frost, auð jörð og
góð færð. Nokkuð margt fólk var við kirkju, flest gangandi. Áður
en tekið var til messu, gekk ég heim að íbúðarhúsinu. Sá ég þá,
að Sigurður Hannesson kom norðan veginn, niður hjá gamla
heygarðinum, um 120-130 in frá íbúðarhúsinu, ríðandi á sama jarpa
54
Goðasteinn