Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 50
Ráðvönd hafa þau Skógarkotshjón verið, því ekki náði tor-
tryggni samtíðarinnar til þeirra. Þau áttu 4 börn, Sigríði, sem hér
verður sagt frá, Berg í Klasbarða í Landeyjum, Kristján bónda í
Heysholti og Guðrúnu, sem var með móður sinni, meðan báðar
lifðu. Hún dó í Holtsmúla 1926. Kristján í Heysholti átti 5 dætur,
allar mestu myndarstúlkur. Ein þeirra var Kristjana í Neðra-Dal
í Biskupstungum móðir Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar og
þeirra ágætu systkina.
Sigríður Guðmundsdóttir var fædd í Eskiholti 5. okt. 1845. Hún
ólzt upp hjá foreldrum sínum en gerðist svo vinnukona á ýmsum
stöðum. Var hún talin gott hjú, trú og ráðvönd, en ekki mikil-
virk. Oft var hún vinnukona hjá fremur fátækum húsbændum eða
frumbýlingum, og bendir það á, að hún hafi verið nægjusöm, enda
ekki á allra færi að velja um vistir á þeim árum.
Vorið 1890 fóru að búa í Króktúni á Landi Jón Jónsson frá
Skarði og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Lækjarbotnum,
annáluð gæðahjón. Fór Sigríður til þeirra vinnukona og undi þar
vel hag sínum. Kristján bróðir hennar bjó þá í Heysholti með
konu sinni, Kristínu Jónsdóttur, og voru þau fremur efnalítil.
Kristján reri alltaf út (sem kallað var) á vetrarvertíð og reri frá
Stokkseyri. Annaðist kona hans þá um skepnuhirðingu. Árið 1892
barst sú frétt, í marzbyrjun, að farið væri að fiskast vel á Stokks-
eyri og víðar. Fóru þá ýmsir þangað svonefnda slógferð, en svo
var það kallað, er farið var ofan úr sveitum að ná í björg frá
sjó. Víða var farið að sneyðast um á heimilum, er kom fram á
útmánuði, eftir fellirinn vorið 1882. Kristín í Heysholti lét ekki
lengi bíða að sækja björg til bónda síns. Fékk hún Sigríði mág-
konu sína lánaða til að hirða um skepnurnar og vera hjá börn-
unum, meðan hún var fjarverandi.
Sigríður kom við í Fellsmúla, á leiðinni að Heysholti, og bað
Guðna bónda þar að lána sér broddstaf að ganga við, sem hann
gerði fúslega. Kristín í Heysholti mun hafa verið 3-4 daga í
slógferðinni. Daginn eftir heimkomu hennar ætlaði Sigríður upp
að Króktúni. Var þá norðanstormur með miklu frosti (120 R) og
skafrenningi. Kristín vildi, að Sigríður héldi kyrru fyrir og biði
betra veðurs, en ekki var nærri því komandi, enda mun Sigríður
Goðasteinn