Goðasteinn - 01.09.1963, Page 76

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 76
III. Líhvers liuldufólk Jón hét bóndi að Skinnum í Þykkvabæ á fyrra helmingi 19. aldar. Einu sinni var hann á ferð fjarri bæ sínum, en ekki er þess getið hvar það hafi verið. Allt í einu hófst upp söngur skammt frá honum í mannauðu umhverfi. Það var eitt sálmvers, er sungið var og svo greinilega, að Jón nam það frá upphafi til enda. Fer það hér á eftir: Hana nú! Hefjið upp beinin mín. Eg hef þá trú, ó Jesú minn til þín, að samtengir þau sálu með á síðasta degi. Þó borið hafi ég grátið geð guði lof segi. Rénar hel, raunanna friður, harmaél öll fallin niður, farið vel, faðmi guð yður. Úti er þraut þá unnin er. Eilíf, eilíf, eilíf ró er mér nú gefin. Fullvíst var talið, að þarna hefði lík verið sungið úr hlaði hjá huldufólki. Sögn frú Guðrúnar Hafliðínu Hafliðadóttur frá Fossi á Rangárvöllum. IV. Hjálpað um múpuka. Á Breiðumýri í Flóa var mótekja mikil. Sóttu Eyrbekkingar þangað eldsneyti ár eftir ár. Mórinn var þurrkaður í mýrinni og hlaðinn í hrauka hjá hverju legri. Voru þeir varðir torfi á allar hliðar. Nefndust þetta mókistur. Þarna var mórinn geymdur fram á vetur og sætt lagi með að draga hann heim, þegar ísa lagði yfir mýrarnar. Eiríkur Pálsson í Simbakoti á Eyrarbakka átti, einu sinni sem oftar, mókistu uppi á Breiðumýri og fór að sækja þangað mó í 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.