Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 47
Hornafirði, að strandferðaskipið Hólar hefði komið með lítinn
vöruslatta, sem skipt væri á öll heimili í sýslunni. Brugðið var við
í mínu byggðarlagi og menn sendir til að sækja það, sem Suður-
sveit bar. Á heimili kom ein skeffa (25 pund) af rúgi og annað
eins af maísmjöli. Ekki var hægt að segja, að skammturinn væri
stór, en þetta þótti mikið eftir allsleysið og gat enzt nokkra stund
með sparnaði, sagði fólkið.
Nú voru gerðar kökur á Hala, hætt var að drekka nýmjólkina,
hún var sett í trog, smjör gert úr rjómanum en grautur úr undan-
tennunni. Skammtur okkar bræðra á dag var flatbrauðskaka, tví-
skipt, og slatti af graut í tveggja marka skál kvöld og morgna.
Maísinn var notaður í útákast í grautinn. Þessi maís var hvítur
á lit, sæmilega fínn og grautur úr honum bragðaðist ekki illa.
Þegar fór að síga á þennan matarforða, voru gerðir út tveir
mcnn úr mínu byggðarlagi, frá Brciðarbólstaðarbæjum og Reyni-
völlum, til Djúpavogs. Frétzt hafði, að þangað væri komið vöru-
skip. Þeir sem fóru, voru Björn Arason á Reynivöllum og Ketill
Jónsson í Gerði. Sinn hest hafði hvor í taumi undir kaupstaðar-
varninginn fyrir alla bæina. Kom því eitt klyf á bæ (100 pund).
Mig minnir það vera rétt fyrir trinitatis, að þeir fóru af stað
í þessa kaupstaðarferð og komu aftur laugardagskvöldið fyrir
fyrsta sunnudag eftir trinitatis, voru 8 eða 9 daga í ferðinni, má
vera, að þeir hafi verið 10. Mér er þetta minnisstætt fyrir það,
að næsta sunnudag eftir trinitatis átti Þórbergur bróðir að fermast,
ásamt 6 börnum öðrum. Það var því á síðustu stundu, að varn-
ingurinn af Djúpavogi kom í fermingarhófið. Þess skal þó getið,
að fermingarundirbúningur þá var ósköp einfaldur og látlaus í
mat, drykk og fatagerð. Fermingarfötin hans Þórbergs voru úr
heimaunnu vaðmáli, voðin lituð úr sortu og hellulit. Til vinnunnar
°g litarins á fötunum var vandað. Móðir okkar sneið þau, en
Auðbjörg móðursystir saumaði. Þær voru báðar vel virkar og
nokkuð vel kunnandi til verks. Nóttina eftir komu kaupstaðar-
mannanna voru panna og pottur sett á hlóðir í útieldhúsinu á
Hala, pönnukökur bakaðar og kleinur steiktar. Á sunnudagsmorg-
uninn var því hægt að gefa kaffi svolítið frábrugðið því venju-
lega. Þetta þótti okkur strákum stórhátíð. Það er fleira, sem í
Goðasteinn
45