Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 61

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 61
peim, er nauðsynlegt að athuga þróun konungsvaidsins á þessum tímum í Noregi og aðstöðu Erlings skakka og Magnúsar konungs, sonar hans. Frá því, að Sigurður Jórsalafari konungur andaðist árið 1130 hafði verið borgarastyrjöld öðru hverju í Noregi, þar sem flokkar, hver með sinn konung eða konungsefni í broddi fylkingar, áttust við. Árið 1161 hafði Ingi konungur Haraldsson verið felldur. Ingi átti ckki afkomendur, en til voru samt löglegir ríkiserfingjar, sem gerðu kröfu til konungdóms í Noregi. Meiri hluti stórbænda og ráðamanna sinntu því ekki, heldur fylktu sér um hinn ýtna héraðs- höfðingja, Erling skakka Ormsson, og samþykktu að gefa syni hans, Magnúsi, konungsnafn, en Magnús var þá barn að aldri, aðeins fimm ára gamall. En þótt Erlingi skakka tækist að fá meiri hluta höfðingja landsins á sitt mál, þá var aðstaða hans mjög erfið. Menn gátu ekki varizt því að sjá að valdataka Magnúsar væri ólögleg. Að vísu var Erlingur kvæntur Kristínu, dóttur Sigurðar konungs Jórsalafara, en aldrei hafði það tíðkazt að konungsnafn erfðist í kvenlegg, og átti fólk flest erfitt með að sætta sig við þá ný- breytni, enda gátu þá konungsefnin orðið ótrúlega mörg í Noregi. En það, sem fyrst og fremst gróf undan veldi og vinsældum Erlings, var það, að hann hafði þegið aðstoð Danakonungs, Valdemars mikla, til að sigrast á andstæðingum sínum og í stað- inn fyrir margvíslega hjálp lofað Valdemar að fara með yfirráð yfir Víkinni, en Víkin hét á þeim tíma allt landið umhverfis Oslófjörðinn. Líkur benda einnig til, að Erlingur hafi í upphafi heitið Valdemar lénsyfirráðum í öllum Noregi, þótt því væri ekki flíkað. Fólk í Noregi kunni valdagræðgi Erlings illa og mót- konungar, sem nóg var af í landinu, gátu alltaf treyst á nokkurt fylgi bæði meðal alþýðu og höfðingja. Mótkonungar þeir, sern fyrir uppreisnum stóðu, voru afkomendur fyrri konunga, og bar mest á sonum konunganna Eysteins og Sigurðar munns, bræðra Inga konungs Haraldssonar. Það var því aldrei friðsamlegt í ríki Magnúsar litla Erlings- sonar. En Erlingur skakki, sem stjórnaði landinu í nafni hins ómynduga sonar síns, hafði lengi vel betur og sigraði andstæð- Goðasteinn 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.