Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 27
skemmtistundir. Þá voru börnum sagðar sögur, farið var út í
fjós og sungin ættjarðarljóð, kvcðizt á, farið á skauta, ef tungls-
ljós var, o. m. fl. Og þó söngskálinn væri aðeins lélegt fjós og
áheyrendurnir stynjandi kýr og baulandi kálfar, skorti ekkert á
sanna gleði. Þá gat líka verið, að tækifæri gæfist í hálfrökkrinu
fyrir bóndasoninn eða vinnumanninn að þreifa eftir hönd heima-
sætunnar eða vinnukonunnar, hvað árangur sem það svo bar, það
er önnur saga. En nú er öld önnur, margir bændasynir í sveitum
búa konulausir, og slá sumir þeirra því fram, að ýms tækifæri frá
gamla tímanum séu glötuð, svo sem á rökkurstundum og við
lamhúsgjöf með ungri stúlku, svo að eitthvað sé nefnt. Sjálfsagt
eru fleiri orsakir að konuleysi sumra sveita. Máske er þetta góðlát
gamansemi, en alvörumál eigi að síður.
Ég drap á það, að fleiri konur væru mér hugstæðar frá
bernskuárum og rökkurstundum en móðir mín. Fyrst er þá að
minnast Guðrúnar. Það var hennar fulla nafn, en við kölluðum
hana jafnan Guðu. Hún eldaði matinn í gamla hlóðaeldhúsinu.
Oft súrnaði henni í augum undan reykjarsvælunni, og sá ég þá
vatnið streyma úr augum hennar. Hélt ég þá einatt, að Guða væri
að gráta, en þegar ég minntist á það við hana, brosti hún og
sagði: „Það er bara reykjarsvælan". Hjá Guðu sat ég oft við
hlóðirnar. Hún sagði mér sögur og ævintýri, en ég hlustaði og
horfði í hálfrökkrinu í eldsglæðurnar undir matarpottinum. Mér
fannst loginn taka á sig ýmsar kynjamyndir eftir söguþræðinum:
blossandi fagur, leiftrandi eða dimmur, hræðilegur, hrollvekjandi.
En allt var þetta heiilandi og seyðandi fyrir unga barnssál. Og
alltaf var krafan: meira, meira að heyra. Á milli sótti ég tað-
flögur til að bæta í eldinn og táði fífu í kveik lýsislampans. Guða
gerði kveikinn og bætti í lampann, þegar þraut þráð og ljósmeti.
Svo var talið sjálfsagt að bíða við, þangað til ádrepustætt væri á
súpupottinum. Alltaf var þörf fyrir einhverja sleikju í magann í
þá daga. Nú er troðið í unglingana, hvort sem þeir hafa þörf
fyrir það eða ekki. Gott er, að sulturinn er úr sögunni, en „hóf
er bezt að hafa á öllum máta“.
Að síðustu Guðlaug eða Gulla mín, eins og ég kallaði hana
alltaf. Engan, utan móður mína, þótti mér eins innilega vænt um
?-5
Goðasteinn