Goðasteinn - 01.09.1963, Side 31

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 31
það oft kjötsúpa. Þegar því var lokið og búið að kveikja kveld- ljósið, fór hver til síns verks, konur að kemba og spinna, hús- bóndinn að flétta reipi, unglingar að tæja ull eða hrosshár, vef- arinn að slá vefinn og lesari kveldsins hóf upp raust sína, sitjandi á miðju gólfi. íslendingasögur voru oftast lesnar á hverjum vetri og alltaf byrjað á Laxdælu. Á kvöldvöku stóð vinna og lestur til kl. 9V2, þá var farið að lesa húslesturinn. Þegar því var lokið, þökkuðu allir fyrir lesturinn og gengu til náða, hver i sína holu í sínu bóli. Tveir voru um hvert, stundum fleiri, ef um börn var að ræða. Menn breiddu feldi og ullarföt yfir höfuð sér og báðu bænir sínar og blessunarorð. Svo varð algjör þögn í hverju rúmi, eina hljóðið, sem heyrðist, var söngur í ýlustrái á baðstofuþeki- unni og vindgjálfur við dyragættina. Ljúfur svefn og draumar lokaði hverri brá, eins og segir í gömlú vísunni. 8. 9. 1962. Þórður Tómasson: „Margt er sér til gamans gert" Arnbjörn bóndi í Litla-Kollabæ í Fljótshlíð var giftur konu, sem Sigríður hét og þótti ófríð í frekara lagi. Einu sinni kom hann til Engilberts Ólafssonar í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. Kona Engilberts, Ólöf Gísladóttir, bar Arnbirni góðgerðir og gekk að því búnu fram. Arnbirni varð þá að orði: „Mikið eigið þér fallega konu, Engilbert minn“. Engilbert efaðist um heilindi Arnbjarnar og svaraði: „Fallegri konu átt þú, Arnbjörn minn“. Arnbjörn dæsti við og sagði dapurlega: „Það hefur þá verið fyrir mitt minni, ef það hefur verið“. —o— Kristín Gísladóttir í Ossabæ í Landeyjum, síðar í Fíflholti, sagði: „Það er þrennt á ferð á kvöldin, þjófar, draugar og biðlar“. Henni var lítið gefið um kvöldröltið. Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.