Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 49

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 49
Jón Árnason í Lœkjarbotnnm: Feigðarför Guðmundur Brandsson og Ólöf Jónsdóttir bjuggu í Eskiholti í Landsveit á fyrra hluta 19. aldar. Var Guðmundur frá Merki- hvoli á Landi en Ólöf frá Miðhúsum í Hróarsholtshverfi. Þau fluttu frá Eskiholti að Görðum í sömu sveit. Lfm eða eftir 1860 fór Guðmundur að Skógarkoti, sem þá hafði verið í eyði sem lögbýli frá 1835. Mun hann hafa búið þar sem tómthúsmaður. Við Skógarkot var hann síðan jafnan kenndur. Þar mun hann hafa dáið rétt fyrir 1870, því það ár fór Ólöf kona hans að Eskiholti og var þar til 1882, að jörðin fór í eyði, eins og fleiri jarðir á Landi og Rangárvöllum. Ekki veit ég síðan af Ólöfu að segja. Þau hjón þóttu víst nokkuð afdalaleg og forn í háttum. Guð- mundur lagði hönd á margt, var t. d. talinn snillingur að slá eld með tinnu og stáli. Hafði hann hvorttveggja með sér, er hann fór að heiman, sem oft gat komið sér vel, því þá voru eldspýtur ekki þekktar. Guðmundur átti eitthvað af sauðfé í Skógarkoti. Var orð á því haft, hvað kindurnar hefðu verið fallegar, flestar flekkóttar og hálsóttar. Guðmundur var góð skytta og stundaði mikið fugla- dráp. Duglegur hefur hann víst verið, því hann var skipaður ferju- maður við Tungnaá hjá svokölluðu Haldi, sem er latmæli og upp- haflega hefur heitið Aðhaldsrétt, því þar fluttu Lloltamenn fé sitt yfir ána vor og haust. Ferjumaður átti að vera þarna einn vissan dag í viku frá dagmálum til náttmála, ef einhver þyrfti að nota ferjuna. Hefur þetta starf ekki verið heiglum hent, því að- staðan er erfið, og frá Jónsmessu og fram um réttir varð ferju- maðurinn að halda uppi þessum vikulegu ferðum að ánni. Er það 5-6 stunda lestagangur hvora leið. Goðasteinn 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.