Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 49
Jón Árnason í Lœkjarbotnnm:
Feigðarför
Guðmundur Brandsson og Ólöf Jónsdóttir bjuggu í Eskiholti
í Landsveit á fyrra hluta 19. aldar. Var Guðmundur frá Merki-
hvoli á Landi en Ólöf frá Miðhúsum í Hróarsholtshverfi. Þau
fluttu frá Eskiholti að Görðum í sömu sveit. Lfm eða eftir 1860
fór Guðmundur að Skógarkoti, sem þá hafði verið í eyði sem
lögbýli frá 1835. Mun hann hafa búið þar sem tómthúsmaður. Við
Skógarkot var hann síðan jafnan kenndur. Þar mun hann hafa
dáið rétt fyrir 1870, því það ár fór Ólöf kona hans að Eskiholti
og var þar til 1882, að jörðin fór í eyði, eins og fleiri jarðir á
Landi og Rangárvöllum. Ekki veit ég síðan af Ólöfu að segja.
Þau hjón þóttu víst nokkuð afdalaleg og forn í háttum. Guð-
mundur lagði hönd á margt, var t. d. talinn snillingur að slá eld
með tinnu og stáli. Hafði hann hvorttveggja með sér, er hann
fór að heiman, sem oft gat komið sér vel, því þá voru eldspýtur
ekki þekktar.
Guðmundur átti eitthvað af sauðfé í Skógarkoti. Var orð á
því haft, hvað kindurnar hefðu verið fallegar, flestar flekkóttar
og hálsóttar. Guðmundur var góð skytta og stundaði mikið fugla-
dráp. Duglegur hefur hann víst verið, því hann var skipaður ferju-
maður við Tungnaá hjá svokölluðu Haldi, sem er latmæli og upp-
haflega hefur heitið Aðhaldsrétt, því þar fluttu Lloltamenn fé
sitt yfir ána vor og haust. Ferjumaður átti að vera þarna einn
vissan dag í viku frá dagmálum til náttmála, ef einhver þyrfti að
nota ferjuna. Hefur þetta starf ekki verið heiglum hent, því að-
staðan er erfið, og frá Jónsmessu og fram um réttir varð ferju-
maðurinn að halda uppi þessum vikulegu ferðum að ánni. Er það
5-6 stunda lestagangur hvora leið.
Goðasteinn
47