Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 44
á Breiðabólsstað og heldur götuna upp að Hala. Við stukkum frá
glugganum og kölluðum báðir einum rómi: „Pabbi, mamma, það
kemur annar hingað“. „Þá fái þið viljann ykkar“ sagði afi. Það
var boðið gott kvöld. Afi fór fram í gluggann og kallaði: „Hvur
er maðurinn“? „Gísli í Hestgerði“ var svarað úti. Afi snöri sér
frá glugganum, til foreldra minna og sagði: „Gísli í Hestgerði er
kominn“. Faðir minn snaraðist í fötin, fór til dyra og hýsti hest-
inn, kom síðan með gestinn til baðstofu. Mamma bjó sig útí eld-
hús, til að sjóða gestinum mat. Þá var enn útieldhús á Hala, eins
og víðar. Mamma hafði æfinlega þann sið, þegar gesti bar að
garði, að bera þeim heitan mat, ef þeir gistu, og þann sið munu
fleiri húsfreyjur hafa haft.
Þegar Gísli hafði matazt, var honum búið rúm. Töluðu þeir
faðir minn og hann lengi nætur um gamalt og nýtt. Var Gísli
fróður um margt en faðir minn laginn að spyrja. Þótti okkur
strákum gaman á að hlýða.
Þegar risið var úr rekkju á góuþrælinn, var kominn mikill snjór
og blindbylur var af austri. Hélt snjónum áfram að hlaða niður
með austan hvassviðri fram yfir nón. Veðurvonzkan var svo
mikil, að karlmenn treystu sér ekki út til gegninga, fyrr en upp-
stytti. f eldhúsið á Hala var ekki hægt að komast, dyraumbúnaður
var þar ekki góður, setti því fönn í dyrnar og inn á gólfið, og
strúaðist snjófokið alla leið að hlóðum. Voru því settar upp
skyndihlóðir í bænum, vestan við baðstofuna, en ekki var inn-
angengt þangað. Á þessum hlóðum var kaffið hitað. Annarri
matgerð og heitum mat man ég ekki eftir, fyrri en uppstytti, og
eldhúsið var mokað upp. Svo var veðurillskan mikil þennan dag,
frá hádegi, til þess að létti, að þrumur og eldingar ætluðu allt
um koll að keyra. Undir það síðasta dró úr frosti. Kom því
krapalag efst í snjóinn. Eldri menn töldu þetta mesta snjó, sem
þeir mundu eftir.
Á þessum árum voru 25-30 sauðir á Breiðabólsstað. Þeir voru
látnir liggja við opið hús, eins og títt var, þar sem sauðir voru.
Þegar bylurinn skall á, voru sauðirnir staddir í svokölluðum
Hvammi, sem er nær miðja vegu milli Reynivalla og Breiða-
bólsstaðar. Þar létu þeir fyrirberast, meðan á bylnum stóð. Þegar
42
Goðasteinn