Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 30

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 30
Þennan dag smíðaði faðir minn amboð og gerði við hrífur og orf, því sláttur átti að byrja næstu daga. Faðir minn var vel „búhagur“, en búhagur var sá kallaður, er allt gat smíðað, er tii búsins þurfti. Hann smíðaði líka spunarokka, sem þekktir voru um Suður- og Norðurland. Svo var það descmbermorgunn fyrir 70 árum. Það var að byrja að birta af degi. Elda- og fjósakona voru fyrstar til að klæða sig. Það hafði frosið um nóttina, og gluggar voru loðhrím- aðir. Var því heldur kuldalegt í baðstofunni, en allir klæddust ullarfötum bæði næst sér og utast fata, svo hrollurinn fór fljótt úr mönnum. Fjósakonan varð fyrst til að opna bæinn. Það ískraði ámáttlega í hurðarlömunum, þegar hurðin var opnuð því járnið og frostið höfðu gert með sér bandalag um nóttina. Fjósakonan skauzt út, lokaði hurðinni og fór að gefa kúnum, en á meðan hitaði eldakonan kaffið. Faðir minn fór að gefa lömbum og hrossum og láta í kýrmeisana. Það gerðu allir húsbændur. Vef- arinn fór í vefstólinn og sló vefinn af miklu kappi. Öðru hverju hrópaði hann: „spólulaust“, og þá vissum við krakkarnir, hvað okkur bar að gera: Að spóla var okkar verk, og við fengum harðar ávítur ef fór fram af spólu. Mjöltum var lokið kl. 8, og þá var mjólkin sett upp í búrinu, eins og alltaf um kuldatímann. Næst var að renna mjólkinni frá fyrri dögum og búa í og skaka strokkinn. Allt þessháttar í bænum varð að vera búið fyrir bá- degi. Seinni hluta dagsins var farið til beitarhúsa og gefið sauð- fénu. Þangað fórum við strákarnir með einhverjum fullorðnum, þegar við gátum valdið heylaup og gefið á jötu. Enginn garði eða heyhlaða við fjárhús þekktist þá. Þegar jötur voru sópaðar, eða hey látið í meisa, voru allar ljámýs hirtar og safnað saman til að hafa þær í eldinn undir matarpottinum. Mjög víða var eldiviðarleysi í þá daga, þurfti því að nota allt, sem hægt var að drýgja með eldiviðinn. Þá þekktist ekki að brenna kolum eða olíu, enda leyfði efnahagurinn ekki slíkan munað. - Þannig leið nú þessi dagur að kveldi. Fjósa- verkin voru jafnan síðustu útistörfin. Þegar þeim var lokið, var setzt að inni. Þvoðu allir sér þá um hendur og andlit og fóru úr sóðalegustu vinnufötunum. Svo var borðaður kveldmatur. Var 28 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.