Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 57
hestinum og hann var á, er við hittumst á miðvikudaginn, og í
sömu yfirhöfninni. Ég stanzaði andartak, horfði á, hvað hesturinn
bar sig vel og hafði fallegan fótaburð. Svo fór ég inn.
Eftir messu fór ég inn til prestshjónanna, drakk þar kaffi og
gjörði upp ýmsar sveitarsakir við nokkra hreppsbúa, svo ég varð
síðastur frá kirkjunni. Ég hraðaði mér að taka hest minn og
komast af stað. Ég var kominn niður fyrir túnið í Kálfholti, þeg-
ar ég minntist Sigurðar, sem ég hafði alveg gleymt. Skildi ég sízt,
að hann skyldi fara, án þess að tala við mig, eins og ákveðið var,
og vita, hvernig erindi mitt fyrir hann hefði gengið. Þegar ég
kom heim, spurði ég þá, sem til kirkju höfðu farið, hvort þeir
hefðu séð Sigurð við kirkjuna. Allir neituðu því. Þótti mér það
ósennilegt en varð þó að trúa. Næst, þegar ég hitti Sigurð, sagðist
hann ákveðið hafa ætlað til kirkju og hitta mig en ekki komizt
það, einhverra orsaka vegna. Hvernig sem þessu er varið, sýndist
mér ég sjá Sigurð þarna. Það voru ekki nema 10-15 m á milli
okkar, þegar ég fór inn í húsið. Um annan gat ekki verið að ræða,
ég þekkti manninn og hestinn vel, og sárafáir komu ríðandi til
kirkju þennan messudag.
Goðasteinn