Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 5
Jón Halldórsson, Suður-Vík:
llriil úr VL'rzluimrMiuii
Víkurkmnilmis
Áður en verzlun hófst hér í Vík, sóttu allir Mýrdælingar verzi-
un sína á Eyrarbakka. Sama máli gegndi um Skaftártungumenn,
Álftveringa, Meðallendinga og Út-Síðumenn. Fljótshverfingar og
margir af Austur-Síðu sóttu viðskipti sín til Papóss.
Þessir flutningar hafa verið ákaflega örðugir, hvort sem litið
er til Eyrarbakka eða Papóss, allar ár óbrúaðar og yfir stærstu
vatnsföllin hefur þurft að ferja og sundleggja hestana. Við skulum
hugsa okkur meðalbónda með tvo í taumi að eyða í þetta ferðalag
tvcggja til þriggja vikna tíma, það hefur verið kostnaðarsamt
svona rétt fyrir slátt, sem og oft dróst af þessum sökum. Þegar
a Eyrarbakka kom, var oft mikil ös og löng bið, þar til menn
komust að til að verzla. Faðir minn sagði mér, að hann hefði
sent smálagð til innleggs með þeim, er fyrr fóru, sem nægði til
þess, að hann komst strax að, þegar hann kom með sína ullarlest
til að verzla, og hefur það efalaust verið venja föður hans, Jóns
Jónssonar umboðsmanns, að haga þessu þannig.
Það kom varla fyrir, að farin væri á Eyrarbakka nema ein
ferð á ári. Þó kann að vera, að stöku menn hafi farið tvær ferðir,
Goðasteinn
3