Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 34
skilja bílinn eftir. Þegar maðurinn, sem flutti okkur skilaboðin,
gaf okkur stöðvunarmerki, vildi það óhapp til, að hann rann í
krapanum, slengdist niður og meiddist illa, enda þótt hann bæri
sig vel og léti sem ekkert væri.
Nú var haldið áleiðis til sjávar, og gekk greiðlegar eftir því
scm nær dró ströndinni.
Næst var staðnæmst við Höfðakvísl. Þar var skipt niður björg-
unartækjum á bök leiðangursmanna, síðan þrammað af stað aust-
ur á bóginn. Yfir Höfðakvísl varð komizt á ís og gekk vel.
Segir ekki af ferðum, fyrr en ljósmerki sáust frá Hafþóri og
áttum við þá stutt eftir í Blautukvísl. Þegar að henni kom,
reyndist hún gjörsamlega ófær á fjöruvaði.
Ég gerði tilraun ofar til að kanna dýpið, en óðar en varði
náði vatnið mér í geirvörtur og ógcrlegt að standa straumþung-
ann. Blotnuðu þá skothylkin, sem ég hafði í brjóstvasanum.
Við gengum nú upp með Blautukvísl, þar tii við fengum nær
samfeldann ís. Hann var þó augsýnilega að brotna upp. Komumst
við nú klakklaust yfir, enda þótt allir yrðu holdvotir.
Nú var skammt á strandstað, og komum við brátt auga á
bátinn, þar sem hann kastaðist sitt á hvað í brimrótinu og bar
sýnilega austur.
Ég vissi ekki, hvernig ástatt var um skipbrotsmenn, og hvort
þcir hefðu þrek til að hanga lengi á bátnum í þessum ólátum.
Ég treysti heldur ekki of vel á skothylkin eftir baðið í Blautu-
kvísl og ákvað því að tefja ekki tímann með tilraunum að skjóta
línu, en batt taug um einn úr björgunarsveitinni og sendi hann út
í brimgarðinn með tildráttartaugina.
Þetta tókst giftusamlega í fyrstu atrennu og skipbrotsmenn festu
endann á halablökkinni í siglutréð. Síðan byrjuðum við að draga
þá í land í stólnum. Ekki varð komist hjá að skipbrotsmenn
drægust meira og minna í sjó, og var því nokkur hrollur í þeim,
er í fjöruna kom. Voru þeir hresstir lítilsháttar á brennivíni og
færðir í þurr föt, eftir því sem þeir töldu þörf á, en þeir báru
sig afburða vel eftir allt þetta volk.
Var nú haldið af stað heimleiðis og reynt að hafa skipbrots-
menn heldur hlémegin við storm og regn. En nú kom babb í
32
Goðasteinn