Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 11

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 11
vörupöntun til Vestur-Skaftfellinga, og hafi vörur þessar átt að greiðast við lok októbermánaðar það ár. Svo hafi liðið fram í nóvember og ekki komið greiðsla og Björn þá tekið að óróast og beðið húsbónda Þórðar, Sigurð Einarsson (síðar starfsmann hjá V. B. K.), um mann austur í Vík með bréf og skilríki varðandi þessi viðskipti. Þórður Geirsson tók að sér ferðina og lagði af stað um miðjan nóvember, vel vopnaður til öryggis. Er ekki að orðlengja það, að hann hélt til Víkur og afhenti Halldóri Jónssyni bréf það, sem hann hafði meðferðis. Var þá Einar Hjaltason sendur austur yfir Mýrdalssand til að smala saman bændum þeim, er vörurnar höfðu fengið. Einar var þrjá daga í ferðinni, og á rneðan beið Þórður Geirsson hjá Halldóri Jónssyni. Þannig hljóð- ar stuttur útdráttur úr Lesbók Morgunblaðsins. Þeir menn, er að austan komu, hafa efalaust verið deildarstjórar félagsins og ein- hverjir fleiri, ekki sízt formaður þess, séra Magnús Bjarnarson. Þá getur sendimaður þess, að þeir hafi vakað alla nóttina og morguninn eftir hafi allt verið tilbúið og hver eyrir greiddur af skuldinni. Þarna voru menn ekki að tvínóna við það, sem gera átti. Meginhluti skuldarinnar, segir Þórður, að hafi verið greiddur í silfurpeningum, 90 krónur í gulli, nokkuð í seðlum og afgangur- mn í skuldabréfum, sem Árni Thorsteinsson landfógeti átti að koma í peninga fyrir þá. Vandlega var gengið frá þessu í mörgum högglum og allt innsiglað. Flutti Þórður þetta í tösku bundinni um axlir og reyndist vega 35 pund. Telur hann, að þetta hafi verið margar þúsundir að verðmæti. Um þessar mundir voru fleiri verzlanir teknar til starfa hér. Þar má fyrst nefna hina stærstu, Verzlun J. P. T. Bryde, er byrjaði hér sem útibú frá Vestmannaeyjum árið 1889. Bryde flutti gamalt verzlunarhús frá Eyjum til Víkur þetta ár og setti það upp við Blánefið, fast við urðina, niður við sjóinn. Var verzlun þarna að sumrinu til ársins 1895, en þá setti Bryde upp fasta verzlun og flutti húsin upp að sjávarbakka, þar sem þau standa ennþá. Hann flutti þá um leið stórt verzlunarhús frá Vestmannaeyjum, glæsi- Uga búð á þeirra tíma mælikvarða. Meðan verzlunarhúsið stóð við Blánefið og aðeins var verzlað um sumartímann, hurfu verzlunarmennirnir til Eyja, þegar haust- Goðasteinn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.