Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 11
vörupöntun til Vestur-Skaftfellinga, og hafi vörur þessar átt að
greiðast við lok októbermánaðar það ár. Svo hafi liðið fram í
nóvember og ekki komið greiðsla og Björn þá tekið að óróast og
beðið húsbónda Þórðar, Sigurð Einarsson (síðar starfsmann hjá
V. B. K.), um mann austur í Vík með bréf og skilríki varðandi
þessi viðskipti. Þórður Geirsson tók að sér ferðina og lagði af
stað um miðjan nóvember, vel vopnaður til öryggis. Er ekki að
orðlengja það, að hann hélt til Víkur og afhenti Halldóri Jónssyni
bréf það, sem hann hafði meðferðis. Var þá Einar Hjaltason
sendur austur yfir Mýrdalssand til að smala saman bændum þeim,
er vörurnar höfðu fengið. Einar var þrjá daga í ferðinni, og á
rneðan beið Þórður Geirsson hjá Halldóri Jónssyni. Þannig hljóð-
ar stuttur útdráttur úr Lesbók Morgunblaðsins. Þeir menn, er að
austan komu, hafa efalaust verið deildarstjórar félagsins og ein-
hverjir fleiri, ekki sízt formaður þess, séra Magnús Bjarnarson.
Þá getur sendimaður þess, að þeir hafi vakað alla nóttina og
morguninn eftir hafi allt verið tilbúið og hver eyrir greiddur af
skuldinni. Þarna voru menn ekki að tvínóna við það, sem gera
átti. Meginhluti skuldarinnar, segir Þórður, að hafi verið greiddur
í silfurpeningum, 90 krónur í gulli, nokkuð í seðlum og afgangur-
mn í skuldabréfum, sem Árni Thorsteinsson landfógeti átti að
koma í peninga fyrir þá. Vandlega var gengið frá þessu í mörgum
högglum og allt innsiglað. Flutti Þórður þetta í tösku bundinni
um axlir og reyndist vega 35 pund. Telur hann, að þetta hafi verið
margar þúsundir að verðmæti.
Um þessar mundir voru fleiri verzlanir teknar til starfa hér.
Þar má fyrst nefna hina stærstu, Verzlun J. P. T. Bryde, er byrjaði
hér sem útibú frá Vestmannaeyjum árið 1889. Bryde flutti gamalt
verzlunarhús frá Eyjum til Víkur þetta ár og setti það upp við
Blánefið, fast við urðina, niður við sjóinn. Var verzlun þarna að
sumrinu til ársins 1895, en þá setti Bryde upp fasta verzlun og
flutti húsin upp að sjávarbakka, þar sem þau standa ennþá. Hann
flutti þá um leið stórt verzlunarhús frá Vestmannaeyjum, glæsi-
Uga búð á þeirra tíma mælikvarða.
Meðan verzlunarhúsið stóð við Blánefið og aðeins var verzlað
um sumartímann, hurfu verzlunarmennirnir til Eyja, þegar haust-
Goðasteinn
9