Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 55
uð var komið austur á sandinn, staðnæmdist hópurinn til að átta
sig á leiðinni. Böðvar vildi þá halda lengra austur, en Oddur vildi
það ekki, heldur halda í norðurátt. Ræddu þeir um þetta nokkra
stund, og hélt Oddur fast við sitt. Varð það úr, að farin var sú
leið, sem hann ákvað. En ástæðan til þess, að Oddur taldi sig
vita betur var sú, að hann hafði skyndilega tekið eftir ókunnug-
um manni með í förinni og vildi sá halda miklu norðar en leið-
sögumaðurinn. Var nú haldið áfram, og réð Oddur ferðinni. Gætti
hann þess vandlega að fylgja eftir ókunna manninum, er reið
jafnan nokkuð á undan.
Eftir skamma stund komu þeir á stað þann, er leitað var að, og
hvarf þá svipurinn sjónum Odds. Staður þessi er auðkennilegur,
og stendur þar lítil klöpp upp úr sandinum og hafði verið hlaðin
á henni varða. Þeir félagar hrcsstu upp á vörðuna, sem var nokk-
uð hrunin. Mennirnir fjórir úr Skaftafellssýslu höfðu fundizt i
lægðinni norðan við klöppina, en verksummerki voru næstum
engin eftir.
Hinn ókunni leiðsögumaður Odds þarna á Mælifellssandi virtist
vera ungur, fremur lágur vexti og nokkuð þrekinn. Ljós var hann
yfirlitum með mikið enni og yfirbragð. Segir Oddur, að maður
þessi standi sér æ síðan lifandi fyrir hugskotssjónum sem óvenju
fagur, ungur maður, og var því líkast sem af honum stæði ljómi.
Alit yfirbragðið var sérlega ljóst og slétt, og sýndist maðurinn
glaðlegur. Ekki man Oddur klæðaburð mannsins og tók lítið eftir,
því að honum varð svo starsýnt á yfirbragð hans.
Eftir að Oddur hafði komið á stað þenna á Mælifellssandi,
segir hann, að alveg hafi tekið fyrir að hann sæi svipinn í Hvann-
gili. Álítur hann að fjórmenningarnir, sem úti urðu á Mælifells-
sandi, hafi óskað eftir, að hann kæmi á staðinn, þar sem þeir
báru beinin, og verið ánægðir, þegar hann hafði komið því í verk,
og ekki sýnt sig aftur.
Eftir lýsingu dettur Oddi helzt í hug, að maðurinn, sem hann sá
svo oft í Hvanngili hafi verið Jón Runólfsson, og ungi maðurino
fagri, sem fylgdi honum að klöppinni á sandinum, hafi verið
Davíð Jónsson frá Leiðvelli.
Skráð eftir frásögn Odds Oddssonar.
Goðasteinn
53