Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 19
Áður er minnst á verzlun J. P. T. Bryde. Þessi verzlun hætti
hér árið 1914 og hafði starfað frá 1889. Verzlunarhús og vörulager
keyptu þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Þorsteinsson í Norður-
Vík. Verzlun þeirra, Þorsteinn Þorsteinsson & Co., var starfrækt
til ársins 1926, en þá fluttist Þorsteinn til Reykjavíkur og setti þar á
stofn verzlunina Vík. Fleiri kaupmenn störfuðu hér á þessari öld,
í nokkur ár hver, Guðjón Jónsson bryti, Þorlákur Sverrisson, Loft-
ur Jónsson frá Höfðabrekku', Árni Einarsson, Guðlaugur Br. Jóns-
son, Bjarni Kjartansson, Gunnar Gunnarsson og Jón Þorsteinsson
frá Reynisdal, er síðastur rak hér smáverzlun.
Kaupfélag Skaftfellinga var stofnað árið 1906, og byggði verzl-
unarhús, sem það notaði lengi, en nú er það íbúðarhús Guðlaugs
Jónssonar. Þegar svo Þorsteinn Þorsteinsson & Co hætti verzlun,
keypti Kaupfélagið gömlu Brydehúsin ásamt vörubirgðum og flutti
þangað starfsemi sína og rekur þar enn sölubúð og skrifstofur í
sömu húsakynnum, sem vitaskuld hefur verið breytt nokkuð í
samræmi við kröfur tímans. Fyrstu árin var félagið rekið sem
pöntunarfélag. Þá var Guðmundur Þorbjarnarson formaður þess
og Bjarni Kjartansson annaðist afgreiðslu. Söludeild kaupfélagsins
mun hafa tekið til starfa 1910, og var þá Bjarni Kjartansson ráð-
inn framkvæmdarstjóri.
Mótorbáturinn Skaftfellingur var keyptur 1917 með hlutafé Skaft-
fellinga. Kom báturinn hér í fyrsta skipti með vörur 1918. Var
hann til mikilla þæginda og gat legið hér, þar til leiði gaf til að
skipa upp eða út, en bátar frá Vestmannaeyjum urðu að fara til
heimahafnar að kvöldi, hvort sem tekizt hafði að afgreiða þá eða
ekki. Skaftfellingur fór líka ferðir lengra austur, í Öræfi, Hvalsíki
°g Skaftárós og losaði þar vörur frá Reykjavík. Þegar Skaftfell-
mgur kom hingað fyrst 1918, voru liðin 33 ár frá því, að verzlun
hófst hér og fyrsta skipið kom með vörur.
Af verklegum framkvæmdum á þessum árum er þess helzt að
geta, að Víkurbæir og Víkurkauptún fengu rafmagn til ljósa árið
NB- Halldór Guðmundsson, raffræðingur setti stöðina upp og út-
vegaði efnið til hennar. Síðar var þessi stöð stækkuð, svo að nota
niátti rafmagn einnig til eldsneytis og að nokkru til upphitunar.
Sem fyrr getur, hófst sauðfjárslátrun hér laust fyrir aldamótin
Goðasteinn
17