Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 15
Vík í Mýrdal 1910.
ferðir höfðu þó byrjað nokkru fyrr, eða þegar lokið var við að
brúa Markarfljót, sem lengi var stærsta óbrúaða vatnsfallið á
leiðinni til Reykjavíkur. Margar smærri ár voru þó eftir óbrúaðar,
einkum undir Eyjafjöllum, t. d. var Bakkakotsá illfær bifreiðum,
og einnig gat Skógaá verið slæmur farartálmi. Fyrir kom, að bif-
reiðir fullfermdar nýju kjöti, urðu að snúa við vegna þessara
vatnsfalla. Vegir voru og slæmir, víða aðeins ætlaðir fyrir hest-
vagna, og ekki hægt að nota stærri en 2,5 til 3 tonna bifreiðir.
En með þessum breyttu skilyrðum, var horfið frá brimströndinni
og öllum þeim erfiðleikum og baráttu, sem henni fylgdu og staðið
höfðu yfir, frá því er fyrsta skipið lagðist hér við festar árið
1885 til 1938, þegar verulega fór að kveða að fiutningum hingað
landleiðina.
Margt er minnisstætt frá eldri tímum, meðan allt var flutt sjó-
leiðis. Erfiði var þá mjög mikið og slysahætta jafnan fyrir hendi.
En þrátt fyrir allt, sakna ég margs frá þessum árum, því að
störfin voru ólíkt fjölbreyttari og lífrænni í þá daga heldur en
flutningar þeir, sem nú fara allir fram mcð bifreiðum. Og fyrst
°g fremst sakna ég ullarlestanna. Hver bóndi kom með sína
Goðasteinn
13