Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 42
legu ofan vegarins. Þar fellur hrikalegur skriðjökull frá Eyjafjalla-
jökli niður á láglendi og brotnar sífellt af honum og fellur í
lónið. Var mikilfengleg sjón að sjá jakana, alla vega lagaða, stóra
og smáa, fljóta um vatnið. Einnig staðnæmdumst við stutta hríð
hjá reynitrénu helga í Nauthúsagili. Brátt komum við til byggðar
hjá Stóru-Mörk, og skömmu síðar beygðum við inn á þjóðveginn
hjá Markarfljótsbrú. Þaðan lá leiðin austur með Eyjafjöllum og
hcim. Rökkurmóða síðsumarkvöldsins seig hljóðlega yfir láð og
lög. Dagur var á enda og ánægjulegri ferð um ægifagurt og marg-
breytilegt landslag var lokið.
Þórður Tómasson:
„Margt er sér til gamans gert"
Maður, sem Jón hét, var skipaður meðhjálpari. Föður hans
þótti miklu varða, að starfið gengi ekki úrhendis. 1 messulok las
Jón Faðirvor í kórdyrum. Föður hans minnti, að blessunarorðin
ættu að fylgja, líkt og við húslestur, og kallaði, er bið varð á
þeim: „Drottinn blessi þig, Jón minn“. í töluðum orðum mundi
hann, að rétt var að staðið hjá syninum og bætti við: „Nei,
annars, þess þarf ekki“.
-o-
Norskt timburskip kom að suðurströnd Islands. Karl fór út í
það til þess að kaupa sér „júfertu“. Hugðist hann fullfær í norsku,
vatt sér að yfirmanni og ávarpaði hann á þessa leið: „Normandí,
geturðu ekki selt mér eina júrmannsspír"? Sá norski átti að von-
um erfitt með að skilja spurninguna. Móðgaðist karl þá freklega
og sagði í styttingi: „Þú kannt ekki forsto, þinn gamli hers“.
-o-
Prestur spurði barn á kirkjugólfi: „Hvað er hin heilaga þrenn-
ing“? Barnið svaraði: „Potturinn, strokkurinn og hún móðir mín“.
Litlu betur gekk, er spurt var: „Hvað er göfugasta skepna jarðar-
innar“? Svar: „Hún Skjalda hennar mömrnu".
40
Goðasteinn