Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 71

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 71
á Rauðnefsstöðum þá að heiman með bösl sín og reið austur undir Eyjafjöll. Aðeins var farið að bregða birtu, þegar hann kom að Steinahelli. Hann veitti því athygli, að þyrping manna stóð um- hverfis skip Erlends. Furðaði hann mjög á því og hugsaði með sjálfum sér: „Getur verið, að þeir ætli að fara að setja fram núna“? Brátt varð hann þó vís þess, að þarna voru ekki menn með holdi og blóði. Leið hans lá rétt hjá hópnum. Mennirnir gengu umhverfis skipið, héldu að sér höndum og ekkert hljóð heyrðist til þeirra. Þorgils þekkti þarna Erlend í Svaðbæli og nokkra háseta hans, en einnig voru þar andlit, sem hann bar elcki kennsl á. Hann ákvað að rjúfa ekki þögnina, reið léttan leiðar sinnar og varð feginn, er hann hitti menn í Steinum. Var honum þá nokkuð brugðið. Ekki sagði hann að sinni frá sýn sinni. Hann reri til vertíðarloka hjá Erlendi, og varð þeim ekkert að meini. Síðar sagði hann, að atburðurinn við Steinahelli hefði verið í hug sér hvern dag, áður en ýtt var á flot. Hann fékk skiprúm hjá öðrum Austurfjallaformanni fyrir næstu vertíð. Guðmundur Vigfússon bóndi á Önundarhorni var háseti hjá Erlendi. Nokkru fyrir vetrarvertíðina 1832 mátaði hann nýsaumað- an sjóstakk og bað konu sína, Margréti Sigurðardóttur, að huga að, hvernig hann færi sér. Hún gerði svo, stundi þungan og sagði: „Æ, guð hjálpi mér“. Guðmundur leit á hana og spurði: „Hvað sástu? Sástu, að ég muni drukkna í honum“? Margrét svaraði ekki. Guðmundur bætti þá við: „Jæja, það gerir ekkert til, en líklega fer það svo, að ég drukkna í honum“. Þorgils á Rauðnefsstöðum var í Austurfjallasandi, þegar dregið var út þar í byrjun vetrarvertíðar 1832. Margt manna var þar saman komið. Við skip Erlends í Svaðbæli sá Þorgils sömu menn og árið áður við Steinahelli. Honum brá við og varð hugsað til hins fornkveðna: „Dregur til þess, er verða vill“. Leið svo fram til 3. apríl. Þann dag var almennt róið úr Aust- urfjallavörum, þó sjór væri ekki vel kær. Hann fór versnandi, svo landmenn veifuðu brátt að. Ólög gengu yfir rifið, þegar að því var komið. Erlendur í Svaðbæli hreppti eitt þeirra. Skilaði það skipinu á hvolfi inn á legupollinn. Flestir skipverjar komust á kjöl og héldu sér þar dauðahaldi. Annað skip renndi þá inn á Goðasteinn 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.