Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 28
og Gullu mína. Hún var mér svo hjartanlega góð og vildi allt
fyrir mig gera. Hún prjónaði í rökkrinu, eins og allar gamlar
konur gerðu þá. Á hljóðum rökkurstundum finnst mér enn, að
ég skynji tifið og smellina í prjónunum hennar frá löngu liðnum
kveldum. Eg svaf hjá henni, andfætis í rúminu. Hún var víst
eitthvað brjóstveik, og því svaf ég ekki upp í arminn, en það
var mér mikið angur. En til fóta sofnaði ég þó vært með vinnu-
lúna og bólgna fætur hennar við brjóst mér. Svo varð Gulla mín
að lúta þessu sama lögmáli, sem allt líf er háð, að deyja. Þá var
ég hnípinn og undraðist, þegar hún var látin í svarta kistu og
reidd um þverbak á stórum rauðum hesti. En að enginn skyldi
gráta, var mér torskilið þá.
Að endingu ætla ég að láta fylgja svipmynd tveggja daga frá
æskuárum mínum, ef einhver hefði gaman af að kynnast þeim.
Það var fagur júlímorgunn í u. viku sumars. Fráfærur voru ný-
afstaðnar. Sá fyrsti, sem fór á fætur, var eldakonan, kl. rúmlega
5. Það fyrsta, sem hún gerði, var að renna mjólkinni frá fyrri
málum, flóa hana til skyrgerðar og búa í strokkinn. Smalinn var
vakinn kl. 6 að morgni til þess að smala ánum. Svo fóru mjalta-
konurnar að mjólka kýrnar. Kýrnar voru 5, ærnar 70. Þegar smal-
inn kom með ærnar á kvíaból, komu mjaltakonurnar í kastpilsum
úr strigapokum. Þær hjálpuðu smalanum að kvía og telja ærnar.
Ef eitthvað vantaði, varð smalinn að fara aftur og leita. Þótti
það leiðinlegt verk, því'ekki var á vísan að róa, hvar þær voru.
En ef enga vantaði, þá lyftist brúnin á smalanum, og þá mátti
hann borða og hvíla sig, meðan mjaltað var. I kvíunum röðuðu
ærnar sér hlið við hlið, meðan rúm var, en hinar stóðu á gólfi
milli raða. Mjaltakonurnar voru tvær. Ærnar voru mjólkaðar tvær
mjaltir. Við síðari mjöltina brá mjaltakonan fingri sínum í
froðuna á mjólkinni og „pentaði“ á malir ærinnar. Var það merki
um, að síðari mjölt væri hafin, en enga á mátti mjólka nema
tvisvar í mál. Þegar mjöltum var lokið, var mjólkin síuð og sett
upp í mjólkurtrog og byttur í mjólkurhúsinu. Varð þá að gæta
þess vandlega, að kisa leyndist ekki í mjólkurhúsinu, því henni
þótti gott að reka þófa ofan í rjómann á trogunum og sleikja
hann af. Gæta varð þess, er mjólkin var sett upp, að hæfilega
26
Goðasteinn