Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 51
hafa vérið nokkuð einþykk. Að skilnaði lét Kristín tvær ýsur í
poka og bað Sigríði að færa húsmóður sinni. Gladdist hún mjög
yfir að geta komið færandi hendi heim.
Lækur var á leið Sigríðar. Var brú á honum milli Vindáss og
Minni-Valla. Ráðgerði Sigríður að fara þar um, þótt það væri
dálítill krókur, og stóð við það. Sá Eiríkur á Minni-Völlum til
hennar annað veifið milli bylstrengjanna, er hann var að gefa
fénu rétt fyrir hádegið, síðast skammt ofan við brúna. Miðaði
henni furðu vel, þótt vindur og bylur væri beint í fangið. Eftir
hádegið herti veðrið og sízt dró úr frosti.
Fjögur fjárhús frá Látalæti áttu að verða á leið Sigríðar, en
ékki varð þess vart, að hún færi þar um, er gegnt var fénu eftir
hádegið. Lítill bugur hefði það verið fyrir Sigríði að halla sér að
bæjunum vestan undir Skarðsfjalli, Hellum eða Látalæti, en ekki
brá hún á það ráð. Kringum Skarðsfjall vissi enginn um ferð
hennar, ætlaði enginn þar, að hún hefði lagt út í norðanveðrið.
Næstu tvo daga var sýnu meira harðveður, svo fullfrískir karl-
menn veigruðu sér við að fara til húsa langt frá bæ. Komst frostið
þá niður í i8° R annan daginn. Úr því fór að draga niður og
gerði sæmilegt veður.
Á fjórða degi kom Eiríkur á Minni-Völlum að Látalæti. Llafði
hann þá hitt Kristínu í Heysholti að máli og fengið fuila vissu um,
að það var Sigríður, er hann sá á ferð fyrsta hörkudaginn. Vonaði
hann, að hún hefði komizt að Látalæti og var nú að grennslast
eftir því, hvernig ferðinni hefði reitt af. Heimilisfólki í Látalæti
þótti sýnt, að mjög gæti brugðið til beggja vona með afdrif Sig-
ríðar. Brugðu þeir skjótt við, Eiríkur, Árni í Látalæti og Filippus
á Hellum. Fór Árni til Jóns bróður síns í Króktúni en félagar hans
að Fellsmúla. Ekki hafði Sigríður komið þar til bæja. Brá þeim
Króktúnshjónum mjög við fréttina um för Sigríðar, sem þau
hugðu, að ekki hefði hreyft sig frá Heysholti. Samdægurs var hafin
leit og var gerð mjög víðtæk næstu tvo daga. Var einna helzt
leitað, þar sem skjól var eða afdrep og svo meðfram Stóruvalla-
læk, en allt án árangurs.
Viku síðar gerði þýðviðri. Var þá aftur hafin leit og leitað á
svipuðum slóðum og fyrr, frá læknum og skammt ofar en á móts
Goðasteitm
49