Goðasteinn - 01.09.1963, Page 77

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 77
vetrarbyrjun. Vissi hann þá ekki af öðrum þar á ferð. Vann hann um stund að því að brjóta upp kistuna og setja mó í poka. Allt í einu stóð maður hjá honum og ávarpaði hann. Svaraði Eiríkur kveðjunni, leit snöggt til mannsins og þekkti hann ekki. Eiríkur spurði, hvað honum væri á höndum. Hann svaraði: „Viltu hjálpa mér um einn mópoka“? Eiríkur tók því vel en vildi þó vita ein- hver deili á manninum og spurði, hvar hann ætti heima. „Ég á heima hérna rétt fyrir utan“ var svarið. Ekki átti Eiríkur þar von mannabyggðar en lét þetta þó gott heita og setti væna byrði í einn poka. Lyftist við það brúnin á komumanni. Hann spurði, hvert hann ætti að skila pokanum. „Hann getur verið hérna á kistu- stæðinu", svaraði Eiríkur. Maðurinn setti svo byrði sína á bakið og gekk burtu. Leit Eiríkur af honum bráðlega og sá ekki aftur bregða fyrir. Voru þó engar mishæðir þar í grennd. Daginn eftir kom Eiríkur aftur að kistu sinni. Lá pokinn þá samanbrotinn í kistustæðinu. Eiríkur sagði oft frá þessari kynlegu heimsókn. Tók hann í ábyrgð, að hann þekkti hvern mann yfir allan Flóa og þar væri mómanninn hvergi að finna. Skráð eftir Guðmundi Sigurðssyni frá Hvanneyri á Stokkseyri. V. Filarskahkur Fit hét fornbýli í Austur-Landeyjum suður undir sjó, sandkafið fyrir ævalöngu. Draugur fylgdi Fit um aldaraðir, nefndur Fitar- skakkur, dró nafn af því, að hann haltraði, þegar hann gekk. Gömul sögn segir, að Fitarskakkur hafi drepið Landeyjaprest í Drápstóft, skammt fyrir austan Kross. Fannst hann þar dauður og hafði verið hryggbrotinn. Sannara mun þó vera, að þar hafi bóndi á Fit gengið að nábúa sínum dauðum í kirkjuferð. Fitarskakkur var frægur fyrir það, að hann hirti um reka á Fitarfjöru og lét sér ekki nægja það, sem á hana kom, heldur bar Goðasteinn 75

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.