Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 14
sjóvinnu x,8o um tímann og í landvinnu kr. 1,30, og varð kostn-
aðurinn kr. 319,68 við útskipun. Til gamans má geta þess, að
vinnulaun við upp- og útskipun hjá Verzlun Halldórs Jónssonar
árið 1929 voru kr. 11670,00. Þá var tímakaupið í sjóvinnu kr. 1,50
og í landi kr. 1,00. Þetta hefði numið miklu nú á tímum, þegar
tímakaupið er um kr. 25,00.
Það voru venjulega þrír uppskipunarbátar við hvert skip, allt
áttæringar og 17 menn á hverjum þeirra. Einnig þurfti fólk f lest
skipanna.
Þegar timbur var með, þurfti að binda það í flota, sem voru
dregnir í land með uppskipunarbátunum. Krafðist þetta mikillar
vinnu. Einnig þurfti marga menn í landvinnuna, alltaf milli 20
og 30, þar á meðal voru unglingar og einstaka kvenmaður. Af
þessu kemur í ljós, að það voru að minnsta kosti um 90 manns
í vinnu við að losa vöruskip og flytja upp vörurnar. Stundum
kom það fyrir, að óþarflega margt fólk var í landvinnunni, en
leitt var að vísa þeim frá, sem komnir voru til vinnu, stundum
um langan veg. Yfir árið var þarna um allmikla vinnu að ræða,
kaupið var að vísu ekki hátt, en vörur voru líka í lágu verði.
Kaupið við sjóvinnu var ætíð nokkru hærra heldur en í landi,
enda var sú vinna bæði erfið og áhættusöm, og fylgdi henni mikil
vosbúð. Efast ég um, að fólk fengist í þess háttar vinnu nú á
tímum.
Sauðfjárslátrun hófst hér í Vík í smáum stíl rétt fyrir aldamót
og jókst hún ár frá ári. Um 1915 var svo komið, að allir hættu
að reka sláturfé til Reykjavíkur. Kjötið var allt saltað í tunnur,
og voru oft fleiri hundruð þeirra liggjandi hér í sandinum, nokkur
hluti þeirra einatt fram á vor næsta ár. Tunnurnar voru pæklaðar
vikulega og vel saltað í byrjun. Aldrei komu fyrir skemmdir í
kjötinu, svo ég muni eftir. Kjötið var mest selt til Noregs, en
einnig nokkur hluti til Kaupmannahafnar. Innihald hverrar út-
fiutningstunnu vó 113 kg, en spaðsaltað til nota innanlands 130 kg.
Gærurnar voru einnig sendar héðan beint til útlanda, eftir að
hætt var að raka þær og selja haustullina, svo sem gert var fyrstu
árin. Allt þetta heppnaðist, þótt erfiðlega gengi stundum.
Eins og áður er getið, kom síðast vöruskip hingað 1940. Land-
12
Goðasteinn