Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 37

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 37
nýja akveg og notið ferðarinnar í ríkum mæli, því að útsýni er frábærilega fagurt þar efra. Með tilkomu þessa vegar hefur opnazt þarna ný og mjög skemmtileg leið í Þórsmörk. Margir hafa líka lagt land undir fót og farið þenna fjallveg. Er þá ekið eins langt og komast má inn á Skógaheiði og síðan haldið áfram gangandi yfir Fimmvörðuháls um Heljarkamb niður Goðaland og í Þórsmörk. Er leið þessi fremur auðveld fyrir kunnuga, en lítið má út af bera með veður og skyggni, svo að göngumenn, sem lítt þekkja til staðhátta, hitti ekki á beztu og greiðfærustu leiðina. Þess vegna ákvað flugbjörgunar- sveitin að setja stikur á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls og niður á Goðaland. Var þetta þarfaverk framkvæmt á s.l. sumri og verður hér lauslega sagt frá leiðangrinum, sem annaðist það. Þriðjudagurinn 13. ágúst hafði verið ákveðinn tii fararinnar. Rann hann upp bjartur og fagur, en með fremur kaldri norðan- golu. Hvítur skýjamökkur þyrlaðist annað slagið suður yfir hátind Eyjafjallajökuls. Ekki létu leiðangursmenn það aftra sér, enda var útlit fyrir, að fjallabjart yrði um daginn. Lagt var upp frá Skógum um níuleytið og vorum við sjö saman. Baldvin Sigurðsson í Eyvindarhólum lagði til bifreiðina, Dodge-trukk einn mikinn, og var ökumaður. Aðrir í förinni voru Sigurjón Sigurðsson, Eyvindar- hólum, Þórhallur Friðriksson, formaður flugbjörgunarsveitarinnar, Albert Jóhannsson, Þórður Tómasson, Jón R. Hjálmarsson, allir frá Skógum, og Björn Júlíusson, læknir frá Reykjavík. Hann var af tilviljun staddur í Skógum og fýsti að koma með. Var það ekki nema sjálfsagt, því að vel þótti fara á, að læknir yrði með í svo rnikilvægum fjallaleiðangri sem þessum. Bifreiðin seig hægt og örugglega upp bratta sneiðingana frá Skógum, og brátt var komið á heiðarbrún. Þar með var erfiðasti hjalli þessarar ökuleiðar að baki. Af brúninni var fagurt um að litast og þó einkum suður yfir Skógasand, þar sem heysæti stóðu svo hundruðum og þúsundum skipti á iðgrænni sléttunni. Norð- læg átt með góðum þurrki nokkra undanfarna daga hafði gert Eyfellingum auðvelt að slá og hirða þessa tvö hundruð og þrjátíu hektara nýræktar á örskömmum tíma. Vel sást til Péturseyjar, Dyrhólaeyjar og fleiri fjalla í Mýrdalnum, en í suðri lá hafið Godasteinn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.