Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 45
uppstytti var farið að huga að sauðunum, fundust þeir þá á
áður nefndum stað. En svo var ófærðin mikil, að ekki var viðlit
að þoka þeim úr bæli sínu. Voru þá teknir allir tamdir hestar
á Breiðabólstaðarbæjum, farið með þá inní Hvamm og þeir látnir
troða braut fyrir sauðina að kofanum þeirra. Þetta er í það eina
skipti, sem ég hef heyrt talað um, að sauðir undir Breiðabólsstað-
arfjalli hafi ekki bjargað sér að húsum. Fyrr á árum, og allt
framyfir 1930, gengu oft margir sauðir úti undir fjallinu.
Upp úr þessum byl gerði stillt veður með miklum næturfrost-
um. Um fyrstu einmánaðarhelgina rak ísinn aftur að landi, og
lá hann fram á sumarmál, eða lengur, eins og áður er sagt.
Þegar leið að sumarmálum, fór matarskorturinn að segja til
sín á mörgum heimilum. Víða hafði fóik ekki annað til að lifa
á, en mjólkina úr kúnum. Mig minnir það vera þriðja sumardag-
inn, að hungurvikan byrjaði á Hala, eins við strákar kölluðum
fyrstu sumarvikuna og hluta af annarri þetta vor. Þá var ekkert
að borða nema mjólkin úr kúnum, og hún var lítil. Kýrnar voru
tvær og báðar snemmbærar. Þær voru því orðnar nytlágar, þegar
komið var þetta langt fram á vor og jafnvel farið að draga við
þær gjöf, eins og oftast varð að gera, þegar fram á leið. Ég man
vel, hver mjólkurskammturinn minn var, og mun skammtur bræðra
minna hafa verið líkur. Faðir minn átti könnu úr leir, sem var
kaffiílát hans. Hún tók mörk, en aldrei fékk faðir minn hana
fulla af kaffi.
Það kom fyrir, að vildustu vinum föður míns var gefið kaffi
í könnunni, þegar þá bar að garði. Á þessum árum bjó Páll
Bjarnason á Hnappavöllum í Öræfum, merkur maður og greindur.
Hann gisti oftast hjá foreldrum mínum, þegar hann var í kaup-
staðarferðum til Hornafjarðar. Æfinlega var honum borið kaffi
í könnunni. Nú liðu svo mörg ár, að Páll var ekki á ferð. Þá
bar það til í austankalsa og blotaslitringi að vorlagi, að Páll kom
og gisti á Hala. Mamma þóttist vita, að honum væri kalt í hamsi,
eftir að hafa strekkt móti kalsanum yfir Breiðamerkursand. Bar
hún honum því fljótlega kaffi (molasopa) og þá í könnu föður
míns. Þegar Páll sá móður mína með könnuna á lofti, reis hann
til hálfs úr sæti sínu, tók köldum höndum utan um könnuna og
Goðasteinn
43