Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 81
þær vísur, sem ég heyrði eftir Runólf virtust vera lítt vandaðar
dægurflugur.
Af þessu mun hann hafa fengið auknefnið Kvæða-Runki, og
það var hann kallaður, fyrst þegar ég heyrði hans getið, en þá
var ég á barnsaldri. Hann mun hafa lifað fram að síðustu alda-
mótum.
Ég man fáar af vísum Runka, en það er sérstaklega ein þeirra,
sem kemur mér til að skrifa þennan þátt, því í sambandi við
hana er saga, sem mér finnst vert að bjarga frá gleymsku. Þegar
Runki var á Reyðarfirði, kom það fyrir, að sækja þurfti lækni til
Eskifjarðar til konu í barnsnauð. Var það um vetrartíma og veður
hvasst með rigningu. Þá var læknir á Eskifirði Fritz Zeuthen,
danskur maður. Var læknishérað hans mjög stórt, mun það hafa
verið allur Austfirðingafjórðungur, að minnsta kosti fyrstu árin,
en embættið var honum veitt 1868. Ég heyrði talað um það, að
hann hefði þótt góður læknir en eitthvað mistækur þó. Hefur ef
til vill misskilið fólkið.
Runki var fenginn, ásamt fleiri mönnum, - ég hef ekki heyrt,
hvað mörgum - til þess að fara á bát norður yfir fjörðinn að
sækja lækninn. Þeir fengu talsverðan barning, því á móti veðri
var að sækja. Er þeir voru lentir, gekk Runki að húsi læknisins,
drap á dyr og gerði boð fyrir hann. Zeuthen kom til dyra. Runki
heilsaði honum, sagði, hvert erindi sitt væri, og bað hann að
koma með sér. Zeuthen tók því dauflega, kvaðst ekki fara með
þeim suður yfir fjörð í svo vondu veðri sem væri og þar að auki
í náttmyrkri. Runki kvað vel fært yfir fjörðinn, sagði, að hann
sæi, að þeir væru komnir norður yfir, og væri þó betra að fara
til baka, undan veðri. Þeir þrættu um þetta góða stund, og lét
Zeuthen engan bilbug á sér finna, skellti hurð í lás og fór inn.
Runka þótti nú illa á horfast, þegar læknirinn neitaði að fara
með þeim. Hann fór til manna sinna, sem biðu við bátinn, og
bað þá að koma með sér heim að læknishúsinu, auðsjáanlega til
þess að hafa það vottfast, að Zeuthen neitaði að fara með þeim.
Hann neitaði, sem fyrr, og bar því við, að ófært væri yfir fjörð-
inn. Ekki er þess getið, hvort Runki tók þá votta að neitun hans,
en hann mælti fram þessa vísu:
Goðasteinn
79