Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 25
Þorsteinn Þorsteinsson og Ingigerður Runólfsdóttir.
og sigraði“. Hinn 8. júlí á því herrans harðindaári 1881 gengu þau
Ingigerður og Þorsteinn í heilagt hjónaband, og var brúðkaups-
veizlan haldin í nýbyggðri heyhlöðu, fyrstu heyhlöðu með báru-
járnsþaki, sem byggð var í Holtunum. Þau byrjuðu búskap á
Berustöðum móti afa mínum, Þorsteini Jónssyni hreppstjóra, og
bjuggu þar í 50 ár, samfleytt. í hjónabandi voru þau í 53 ár. Þau
eignuðust 13 börn, 9 syni og 4 dætur. Þrjá drengi misstu þau
unga, en 10 barnanna komust til fullorðinsára og eru öll á lífi
nú, 79 ára það elzta en 59 ára það yngsta. Afkomendur Ingigerðar
og Þorsteins eru nú 108.
Móðir mín var mikil myndar- og dugnaðarkona. Hún sneið og
saumaði allt á heimilisfólkið, sem var vcnjulega 16 manns. Allir
voru í heimaunnum ullarfötum, innst sem yzt fata. Enga konu -
utan eina - hefi ég séð þeyta rokkinn og teygja lopann með jafn
miklum hraða sem hana. Ef ekki voru aðrir til, þá óf hún í vef-
stólnum bæði salúnsvefnað og annað, er fyrir lá. Einnig var hún
dugmikil við útivinnu, hvort sem um sumar- eða vetrarstörf var
-3
Goðasteinn