Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 63

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 63
heita jarl yfir þeim landshluta, en Noregur að öðru leyti á valdi Magnúsar. Meðan ófriðurinn við Dani stóð yfir, höfðu ný kon- ungsefni komið fram á sjónarsviðið í Noregi og stofnað til her- flokka, er sífellt sátu um færi að hrifsa völdin í sínar hcndur. Erlingur skakki og hinn ungi konungur höfðu því nógu að sinna, og þótt einn mótkonungur væri sigraður og flokkum tvístrað, voru óðar komnir nýir uppreisnarmenn á vettvang. Þó var svo komið 1177, árið sem Þorlákur biskupsefni kom til Noregs, að öll mótspyrna virtist brotin á bak aftur. Enn einn mótkonungurinn, Eysteinn meyla, hafði verið sigraður og drepinn og flokki hans tvístrað og margir felldir. Her sá hafði aldrei verið sérlega þróttmikill, og svo illa voru menn þeir búnir, að sakir klæðleysis höfðu þeir skýlt sér með því að vefja birkiberki eða næfrum um fætur sér og verið þess vegna nefndir birkibeinar. Erlingur skakki hefur trúlega álitið, eftir fullkominn ósigur birkibeina, að nú loks væri tryggt hásæti Magnúsar, sonar hans, og vænta mætti rólegri daga í framtíðinni. Hann vissi ekki, að leifar hins hrakta og flýjandi herflokks birkibeina höfðu hitt á fjöllum uppi mann, sem bauðst til að taka við forustu hjá þeim og berjast með þeim til sigurs, þann mann, sem tveim árum síðar stóð yfir höfuðsvörðum jarlsins og fimm árum þar frá yfir sjálf- um Magnúsi konungi föllnum og var orðinn konungur yfir öllum Noregi. Þessi maður, sem nokkru áður hafði komið frá Færeyjum og farið huldu höfði í Noregi, var Sverrir, sem kvað sig vera son Sigurðar konungs munns og því réttborinn til konungdóms í Noregi. Þannig var því málum háttað í Noregi, er Þorlákur, kjörinn biskup í Skálholtsbiskupsdæmi, kom til landsins þeirra erinda að hljóta vígslu. Öll andstaða virtist nú úr sögunni, Magnús konung- ur orðinn myndugur og þá feðga tekið að dreyma stóra drauma um að efla völd sín og yfirráð. En hvað sem þeir kunna að hafa haft á prjónunum, þá var það víst, að hið íslenzka biskupsefni fann ekki náð fyrir augum þeirra. Margar ástæður munu hafa verið fyrir fjandskap þeirra feðga og má auðveldlega hugsa sér nokkrar þeirra, þótt ekki sé unnt að skera úr um réttmæti þeirra. Konungsvaldi í Noregi var um þessar Godasteinn 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.