Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 63
heita jarl yfir þeim landshluta, en Noregur að öðru leyti á valdi
Magnúsar. Meðan ófriðurinn við Dani stóð yfir, höfðu ný kon-
ungsefni komið fram á sjónarsviðið í Noregi og stofnað til her-
flokka, er sífellt sátu um færi að hrifsa völdin í sínar hcndur.
Erlingur skakki og hinn ungi konungur höfðu því nógu að sinna,
og þótt einn mótkonungur væri sigraður og flokkum tvístrað, voru
óðar komnir nýir uppreisnarmenn á vettvang.
Þó var svo komið 1177, árið sem Þorlákur biskupsefni kom til
Noregs, að öll mótspyrna virtist brotin á bak aftur. Enn einn
mótkonungurinn, Eysteinn meyla, hafði verið sigraður og drepinn
og flokki hans tvístrað og margir felldir. Her sá hafði aldrei verið
sérlega þróttmikill, og svo illa voru menn þeir búnir, að sakir
klæðleysis höfðu þeir skýlt sér með því að vefja birkiberki eða
næfrum um fætur sér og verið þess vegna nefndir birkibeinar.
Erlingur skakki hefur trúlega álitið, eftir fullkominn ósigur
birkibeina, að nú loks væri tryggt hásæti Magnúsar, sonar hans,
og vænta mætti rólegri daga í framtíðinni. Hann vissi ekki, að
leifar hins hrakta og flýjandi herflokks birkibeina höfðu hitt á
fjöllum uppi mann, sem bauðst til að taka við forustu hjá þeim og
berjast með þeim til sigurs, þann mann, sem tveim árum síðar
stóð yfir höfuðsvörðum jarlsins og fimm árum þar frá yfir sjálf-
um Magnúsi konungi föllnum og var orðinn konungur yfir öllum
Noregi. Þessi maður, sem nokkru áður hafði komið frá Færeyjum
og farið huldu höfði í Noregi, var Sverrir, sem kvað sig vera son
Sigurðar konungs munns og því réttborinn til konungdóms í
Noregi.
Þannig var því málum háttað í Noregi, er Þorlákur, kjörinn
biskup í Skálholtsbiskupsdæmi, kom til landsins þeirra erinda að
hljóta vígslu. Öll andstaða virtist nú úr sögunni, Magnús konung-
ur orðinn myndugur og þá feðga tekið að dreyma stóra drauma
um að efla völd sín og yfirráð. En hvað sem þeir kunna að hafa
haft á prjónunum, þá var það víst, að hið íslenzka biskupsefni
fann ekki náð fyrir augum þeirra.
Margar ástæður munu hafa verið fyrir fjandskap þeirra feðga
og má auðveldlega hugsa sér nokkrar þeirra, þótt ekki sé unnt að
skera úr um réttmæti þeirra. Konungsvaldi í Noregi var um þessar
Godasteinn
61