Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 9
það leyti, sem faðir minn hvarf frá forstöðunni, var mikið farið
að draga úr pöntunum, og um og eftir aldamótin hætti félagið að
starfa, og að síðustu voru eftirstöðvar þess seldar á uppboði.
Kaupfélag Vestur-Skaftfellinga hafði á tímabili mikla verzlun og
fékk fullfermd skip frá Englandi. Faðir minn fékk einnig vörur
með þeim skipum, en vörur félagsins voru þau árin meiri að
magni. Aldrei komst kaupfélagið í verulega fjárþröng og stóð í
skiium með allar skuldagreiðslur sínar.
Guðmundur Þorbjarnarson, sem allmörg ár starfaði við Brydes-
verzlun, minnist þess í ævinminningum sínum, þegar hann fór
fyrst með Jason, vöruskipi Brydesverzlunar, til Víkur árið 1890.
Hann segir þar, að við Blánefið á Víkursandi, sem kallað er,
stæði Selstöðvarhúsið. Engin byggð var þá undir bökkunum, þar
sem Víkurkauptún er nú, en nokkru vestar var verzlunarhús, sem
Pöntunarfélag Mýrdælinga átti og notaði. Félagshúsið var traust-
lega byggt, eins og timburhús á þeim tímum, og var að stærð
7x5 metrar með risi. Áfastur vesturhlið var skúr, er faðir minn
geymdi í þungavörur sínar, og einnig var skúr við alla norðurhlið
hússins. Dálítið var afþiljað í húsinu fyrir vefnaðar- og smávörur,
en allt var það fremur frumstætt. Man ég vel, hve þröngt var í
húsinu, og örðugleikar miklir við afgreiðslu, þar sem öllu ægði
saman.
Ég á aðeins eina uppskipunarbók fyrir vörur, sem kaupfélagið
fékk með skipinu Glitner frá Skotlandi, og er þar að finna bæði
skrá yfir þá, sem unnu við uppskipun, og einnig upplýsingar um
kaup, er greitt var. Sjóvinnukaupið var 25 aurar og landvinnu-
kaupið 20 aurar um tímann. Út var flutt með þessu skipi harð-
fiskur, alls 32198 pund. Nokkru áður en þetta skip átti að halda
til Islands, fréttist, að maður sá, er útvega skyldi skipið og vör-
urnar, hefði látizt. Var þá stjórn félagsins kvíðandi, að vonurn,
vegna óvissu um afgreiðslu. Á þessum árum var enginn sími og
skipaferðir strjálar og óvissar. Það varð úr, að félagsstjórnin
sendi mann úr sínum hópi, Jónatan Jónsson, til Skotlands til að
ráða fram úr þessum vanda. Heppnaðist för hans vel, og kom
skipið á tilsettum tíma og sendimaðurinn með. Pöntunin nægði
tæplega til að skipið væri fullfermt, og tók hann þá í viðbót koi
Goðasteinn
7