Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 16
ullariest á vorin, misjafnlega langar Íestir frá hverju heimili, allt
frá Skeiðarársandi til Markarfljóts. Öræfingar komu æðilengi með
sínar miklu lestir í einum flota, og það gerðu einnig Eyfellingar.
Þess minnist ég, að Vestur-Eyfellingar verzluðu mikið fyrir pen-
inga á haustin, og þótti mér viðskipti þeirra bera af, hvað pen-
ingaverzlun áhrærði. Þegar leiði gaf á vorin, verzluðu Eyfellingar
talsvert í Vestmannaeyjum, en ullina fluttu þeir alltaf hingað.
Á þessum árum þvoðu bændur ullina heima, og var það mikil
vinna. Hver fór svo af stað með sína lest, þegar ullin var þurr.
Var þá oft mikil ös, því að ferðir voru ekkert skipulagðar, og
eftir góðan þurrk var oft fjölmenni og mikið að gera við afgreiðsl-
una. Það bætti nokkuð úr, að sumir bændur voru önnum kafntr
við að leggja inn ull sína, meðan aðrir verzluðu.
Þegar veður var gott og sléttur sjór, gat oft gengið vel með
upp- og útskipun. Bátarnir renndu þá í fjöruna með fullum farmi,
oft án þess að bíða eftir lagi. I fjörunni var allt fullt af vörum,
mjölstaflar, kassar og tunnur, öllu ægði saman. Mikill straumur
var af fólki og margir í sendiferðum með mat og kaffi til verka-
manna. Sjómenn höfðu svo mikinn áhuga á, að vel gengi að
flytja vörurnar á milli, að þcir aðeins fleygðu sér niður í fjöruna
til að borða, og kaffið var drukkið á hlaupum mátti segja.
Það vakti athygli, er ullarlestirnar komu austan yfir Mýrdals-
sand, hvað allur frágangur hjá bændum var góður, sem að nokkru
hefur verið arfur frá Eyrarbakkaferðunum, því að á þeirri löngu
leið hefur ekki veitt af að búa vel upp á hestana. Ullinni var vel
þjappað í pokana, bæði til þess, að þeir tækju sem mest, og
einnig var þá minni hætta á, að hún vöknaði. Margir höfðu ullina
í hærusekkjum og vaðmálssekkjum, er voru með litlum horn-
högldum að ofan og skinn sett í opið og dregið saman með snæri.
Pappírspokar þekktust ekki til notkunar í verzlunum fyrstu árin,
en mikið magn kom af prentuðum dagblöðum frá Danmörku til
umbúða. 1 stað bréfpokanna voru notaðar skinnskjóður, og minn-
ist ég þess, hve mikið glamraði í glerhörðum skjóðunum, þegar
hellt var í þær kandís eða kringlum úr vigtarskúffunni.
Hvítasykur kom lengi í svo nefndum sykurtoppum, er vigtuðu
hver sem næst 5 pund. Bændur tóku þá stundum í heilu lagi,
14
Goðasteinn