Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 7
hann hafi keypt smábát í Éyjum, er kostaði kr. 48,00, og skort
handbært fé til að leysa hann út. Leitaði hann þá til föður míns
°g bað hann að kaupa með sér bátinn, sem hann gerði. Fór Hjalti
með litla bátinn á þilfari Jósefínu til Víkur. Hjalti getur þess, að
fyrst hafi faðir minn byrjað að panta fyrir sjálfan sig, en síðan
hafi margir farið að biðja hann að útvega sér vörur.
Vík í Mýrdal var löggilt höfn 1887. Var það nauðsyn vegna
skipakomu, því að örðugra var að fá skip, þar sem ekki var lög-
gilt höfn. Halldór Jónsson bað Ólaf Pálsson, tengdaföður sinn, er
þá var þingmaður Skaftfellinga, að koma þessari löggildingu til
leiðar.
Þannig hófst verzlunin hér við brimströndina, og held ég helzt,
að hvergi hafi verzlun byrjað við jafnörðugar aðstæður og hér
eru við suðurströndina, alveg fyrir opnu hafi.
Áður en síminn var lagður 1914, þurfti að senda á alla eða
flestalla bæi í Mýrdalnum, er vöruskip kom, og hafa mikinn
hraða á, því að nóg varð að vera af fólki við uppskipunina, sem
oft var erfið vegna brims. Stundum kom fyrir, þegar allir voru
roættir, að sjóinn brimaði svo mikið, að ófært varð, og hélt þá
hver heim til sín aftur. Við uppskipun, og enda útskipun líka,
vildi varan blotna, þegar slettist yfir uppskipunarbátana, er þeir
renndu í sandinn. Strax og skipið lenti, var hlaupið upp með
kollubandið, og einnig með band úr skutnum, ef sjór var vondur.
Urðu þá nokkrir af skipshöfninni að fara utanundir, eins og
kallað er, til þess að styðja skipið um leið og það kenndi grunns
°g varna því, að það félli á sjó. Var þetta hrakningasamt starf,
einkum ef brim var mikið. Dytti skipið á sjó hlaðið vörum, var
vissa fyrir því, að farmurinn mundi stórskemmast, ef yfir bátinn
félli brimalda. Það kom sjaldan fyrir vegna dugnaðar sjómanna,
en algengt var að slettist yfir skipið. Reynt var að breiða yíir
skutinn, þar sem mest var af farminum, með striga eða þykkum
ullarbölum, og varði það nokkuð. Slys áttu sér stað við þessi störf,
en þau voru næsta fá miðað við þær erfiðu aðstæður, sem
fyrir hendi voru.
Skal þá vikið að verzlun og vöruflutningum. Byrjun verzlunar
hér var sú, að bændur báðu föður minn að útvega sér vörur, og
Goðasteinn
5