Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 88
Mamma, og þau systkinin öll, voru með afbrigðum léttlynd.
Það var góður arfur, betri en jarðneskur auður. Vísan hans afa
er á þessa leið:
Á Þorláksmessu, á Þorláksmessu
þess ég strengi heit
að vera ei úti á vakki,
í veröldinni á flakkí,
af því kólgan, af því kólgan
af mér nefið beit.
Vísuna kvað afi, er hann kom inn frá gegninum, en kólga mikil
var úti“.
Frú Elín Steindórsdóttir Briem skrifar og vekur athygli á því,
að fallið hafi niður orðið móðurbróðir við nafn Þorsteins Eiríks-
sonar í Haukholtum í síðasta hefti Goðasteins á bls. 6. Rétt
verður setningin á þessa leið: „Þar bjó vinafólk okkar, Þorsteinn
Eiríksson, móðurbróðir Guðríðar, konu Ólafs ísleifssonar í Þjósár-
túni“. Móðir Guðríðar var Ingveldur Eiríksdóttir á Minnivöllum
í Landsveit. Að hinu sama víkur Jón Árnason í Lækjarbotnum um
leið og hann þakkar hina hugþekku grein frú Elínar um æsktu
heimili hennar í Hruna.
Einar Sigurfinnsson í Vestmannaeyjum skrifar á þessa leið:
„Goðastein“ II, i hef ég séð og litið yfir síður hans. Þar koma
gamlir kunningjar fram á sviðið. Runólf gamla Sveinsson minnist
ég að hafa séð í fyrstu bernsku minni. Sigríði konu hans man ég
vel, og börn þeirra, sum, þekkti ég vel, t. d. Runólf í Nýjabæ
(Guðrún dóttir hans var fermingarsystir mín). Kristín Runólfs-
dóttir var ljósa mín og nauðkunnug heima hjá okkur.
Móðir mín, Kristín Guðmundsdóttir, átti stól, sem hún sagði,
að Runólfur í Efri-Ey hefði smíðað (hefir líklega verið ferming-
argjöf). Hann var ekki útskorinn, nema fangamark, K. G. D. var
fallega skorið á efstu bakfjöl, áttablaðarós á mið bakfjöl og ártal
á þá neðstu (18?). Þessi stóll eyðilagðist eins og margt fleira.
Á Ingvöru Runólfsdóttir vil ég minnast. Hún giftist Einari Guð-
mundssyni, (ekki Einarssyni), móðurbróður mínum. Þau bjuggu í
Háu-Kotey. Ingvör dó skömmu eftir fæðingu Sigríðar, einkadóttur
þeirra Einars. Hann flutti til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka,
86
Goðasteinn