Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 52
við Fellsmúla. Engum datt í hug, að Sigríður hefði komizt svo
langt, hvað þá lengra.
Nú skal sagt frá atviki, sem þótti þó nokkuð einkennilegt: 1
Húsagarði bjuggu þá feðgar, Sigurður Ólafsson og Ólafur sonur
hans. Hjá þeim var ráðskona, sem Ingiríður hét, mesta dugnaðar-
kona en nokkuð við aldur. Ingiríður átti gráa hryssu, afar gott
reiðhross. Hún var æfinlega höfð á járnum um vetur, því hún
var svo órög, að hún fór út í hvað sem var, ef henni var otað á.
Nálægt hálfum mánuði eftir hvarf Sigríðar, lagði Ingiríður upp í
ferðalag og ætlaði að Hvammi til Eyjólfs Guðmundssonar og reið
þeirri gráu. Hún ætlaði að fara á Messuvaði yfir Stóruvallalæk,
þar sem var reiðvegur Húsagarðsfólks og fleiri til Skarðskirkju.
Engar skarir voru við lækinn, en nú brá svo við, að þeirri gráu
varð ekki þokað út í hann. Varð Ingiríður að leggja lykkju á
leið sína. Nokkur vöð eru á læknum þarna frá og upp að botni
hans, skammt austan við Stóra-Klofa. Reyndi Ingiríður þau öll
en varð allsstaðar frá að hverfa og tók því krókinn allan. Reið
hún svo norðan við bæinn í Skarði og tók stefnu á Skarðsfjall.
Er þar sléttur sandur næst fjallinu en hraun, er fjær dregur.
Skammt fyrir vestan túngarðinn í Króktúni er gömul og aflögð
rétt, nefnd Svartarétt. Hraunhryggur er vestan við hana. Lá leið
Ingiríðar um hann. Þar blasti við henni ömurleg sjón, lílc Sigríðar,
svo sem faðmslengd frá axlarháum kletti. Stafur hennar, ýsu-
pokinn og annar vettlingur lá undir klettinum. Líkið lá á bakið
og sneri fótum í landnorður. Þótti sýnt að veðrið hefði hrakið
Sigríði þennan spöl frá steininum og skelit henni á hjarnið.
Talið var sjálfsagt, og heldur lánsmerki, að hlynna að líki, sem
fannst á víðavangi, áður en frá því var farið. Gerði Ingiríður það
sem bezt hún gat og breiddi poka, sem hún hafði meðferðis, yfir
ásjónu líksins. Reið hún síðan sem hraðast að Látalæti og gerði
boð fyrir Árna K. Jónsson, er þar bjó þá. Varð henni að orði, er
þau höfðu heilsazt: „Ekki datt mér í hug, að ég ætti eftir að
finna dauðan mann og standa á sjötugu". Sagði hún þá nánar
frá fundi sínum og bætti við: „Það var eiginlega hún Grána mín,
sem fann hana“. Mátti það til sanns vegar færa. Hélt Ingiríður
svo áfram ferð sinni og bað Árna áður um gistingu, ef sú gráa
50
Goðasteinn