Goðasteinn - 01.09.1963, Side 17

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 17
annars varð að höggva þá sundur. Sykurtoppar þessir komu í mjög stórum ámum. Var verra að fá sjó yfir bátinn við uppskipun, þegar þessar ámur voru í skutnum, því að þá varð allt ónýtt, ef vöknaði. Kaffið kom í 100 punda sekkjum og oft tóku stærri bændur heilan sekk, hver. Skjóðurnar, vatnsheldu, voru lengi notaðar sem umbúðir fyrir blástein og hellulit, er mikið var keypt af. Blásteinn var notaður til skinnlitunar meðan gærur voru rakaðar og skinnin notuð til skógerðar og í sjóklæði, stakka og buxur, svo og skinnsokka, því að lítið fluttist inn af stígvélum og erlendum skófatnaði. Margar kýrhúðir voru fluttar hingað frá Danmörku til skógerðar. Faðir minn, Halldór Jónsson, verzlaði í Félagshúsinu jafnframt því, sem hann afgreiddi þar félagsvörur þangað til 1898. Eftir það verzlaði hann þar áfram fyrir eigin reikning, þar til hann byggði sín verzlunarhús árið 1903 og vörugeymslu 1904. Árið 1906 reisti hann og geymsluhús fyrir kol og salt. Skúr setti hann norðan við verzlunarhúsið fyrir steinolíu, er kom á trétunnum. Sumir bændur tóku heila tunnu, en margir tóku yfir árið 20-40 lítra, er mælt var á brúsa. Vcrzlunarhús föður rníns voru ætíð nefnd Halldórsbúð. Eftir fráfall hans árið 1926, er við synir hans tókum við verzluninni, nefndum við hana Verzlun Halldórs Jónssonar, en áfram gekk hún venjulega undir fyrra nafni. Aðallega voru það tvö verzlunarfyrirtæki, sem Halldór Jónsson skipti við erlendis. Hjá Louis Zöllner í New-Castle fékk hann enskar vörur, og hafði Zöllner í mörg ár skip í förum, er komu hér við og losuðu vörur. Fyrir Zöllner voru og keypt hross hér eystra og allt að Markarfljóti í Rangárvallasýslu og rekin til Reykjavíkur, þar sem útskipun þeirra fór fram. Jakob Gunnlaugs- son hóf umboðsverzlun í Kaupmannahöfn árið 1895, og þá þegar hófust viðskipti Halldórs við hann. Sendi hann brátt hingað full- fermd skip á hverju vori, fyrst seglskip og síðar gufuskip. Ætíð var umsamið, að skipin losuðu allt, og gat það tekið allt að mánaðartíma, ef veður var óhagstætt. Vöruskipin komu venjulega í maímánuði. Jakob Gunnlaugsson útvegaði einkum vörur frá Danmörku, Þýzkalandi og víðar að. Á hans vegum kom hingað 1906 fullfermt timburskip frá Halmstað í Svíþjóð, og var mikil »5 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.