Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.09.1963, Blaðsíða 17
annars varð að höggva þá sundur. Sykurtoppar þessir komu í mjög stórum ámum. Var verra að fá sjó yfir bátinn við uppskipun, þegar þessar ámur voru í skutnum, því að þá varð allt ónýtt, ef vöknaði. Kaffið kom í 100 punda sekkjum og oft tóku stærri bændur heilan sekk, hver. Skjóðurnar, vatnsheldu, voru lengi notaðar sem umbúðir fyrir blástein og hellulit, er mikið var keypt af. Blásteinn var notaður til skinnlitunar meðan gærur voru rakaðar og skinnin notuð til skógerðar og í sjóklæði, stakka og buxur, svo og skinnsokka, því að lítið fluttist inn af stígvélum og erlendum skófatnaði. Margar kýrhúðir voru fluttar hingað frá Danmörku til skógerðar. Faðir minn, Halldór Jónsson, verzlaði í Félagshúsinu jafnframt því, sem hann afgreiddi þar félagsvörur þangað til 1898. Eftir það verzlaði hann þar áfram fyrir eigin reikning, þar til hann byggði sín verzlunarhús árið 1903 og vörugeymslu 1904. Árið 1906 reisti hann og geymsluhús fyrir kol og salt. Skúr setti hann norðan við verzlunarhúsið fyrir steinolíu, er kom á trétunnum. Sumir bændur tóku heila tunnu, en margir tóku yfir árið 20-40 lítra, er mælt var á brúsa. Vcrzlunarhús föður rníns voru ætíð nefnd Halldórsbúð. Eftir fráfall hans árið 1926, er við synir hans tókum við verzluninni, nefndum við hana Verzlun Halldórs Jónssonar, en áfram gekk hún venjulega undir fyrra nafni. Aðallega voru það tvö verzlunarfyrirtæki, sem Halldór Jónsson skipti við erlendis. Hjá Louis Zöllner í New-Castle fékk hann enskar vörur, og hafði Zöllner í mörg ár skip í förum, er komu hér við og losuðu vörur. Fyrir Zöllner voru og keypt hross hér eystra og allt að Markarfljóti í Rangárvallasýslu og rekin til Reykjavíkur, þar sem útskipun þeirra fór fram. Jakob Gunnlaugs- son hóf umboðsverzlun í Kaupmannahöfn árið 1895, og þá þegar hófust viðskipti Halldórs við hann. Sendi hann brátt hingað full- fermd skip á hverju vori, fyrst seglskip og síðar gufuskip. Ætíð var umsamið, að skipin losuðu allt, og gat það tekið allt að mánaðartíma, ef veður var óhagstætt. Vöruskipin komu venjulega í maímánuði. Jakob Gunnlaugsson útvegaði einkum vörur frá Danmörku, Þýzkalandi og víðar að. Á hans vegum kom hingað 1906 fullfermt timburskip frá Halmstað í Svíþjóð, og var mikil »5 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.