Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 47

Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 47
Hornafirði, að strandferðaskipið Hólar hefði komið með lítinn vöruslatta, sem skipt væri á öll heimili í sýslunni. Brugðið var við í mínu byggðarlagi og menn sendir til að sækja það, sem Suður- sveit bar. Á heimili kom ein skeffa (25 pund) af rúgi og annað eins af maísmjöli. Ekki var hægt að segja, að skammturinn væri stór, en þetta þótti mikið eftir allsleysið og gat enzt nokkra stund með sparnaði, sagði fólkið. Nú voru gerðar kökur á Hala, hætt var að drekka nýmjólkina, hún var sett í trog, smjör gert úr rjómanum en grautur úr undan- tennunni. Skammtur okkar bræðra á dag var flatbrauðskaka, tví- skipt, og slatti af graut í tveggja marka skál kvöld og morgna. Maísinn var notaður í útákast í grautinn. Þessi maís var hvítur á lit, sæmilega fínn og grautur úr honum bragðaðist ekki illa. Þegar fór að síga á þennan matarforða, voru gerðir út tveir mcnn úr mínu byggðarlagi, frá Brciðarbólstaðarbæjum og Reyni- völlum, til Djúpavogs. Frétzt hafði, að þangað væri komið vöru- skip. Þeir sem fóru, voru Björn Arason á Reynivöllum og Ketill Jónsson í Gerði. Sinn hest hafði hvor í taumi undir kaupstaðar- varninginn fyrir alla bæina. Kom því eitt klyf á bæ (100 pund). Mig minnir það vera rétt fyrir trinitatis, að þeir fóru af stað í þessa kaupstaðarferð og komu aftur laugardagskvöldið fyrir fyrsta sunnudag eftir trinitatis, voru 8 eða 9 daga í ferðinni, má vera, að þeir hafi verið 10. Mér er þetta minnisstætt fyrir það, að næsta sunnudag eftir trinitatis átti Þórbergur bróðir að fermast, ásamt 6 börnum öðrum. Það var því á síðustu stundu, að varn- ingurinn af Djúpavogi kom í fermingarhófið. Þess skal þó getið, að fermingarundirbúningur þá var ósköp einfaldur og látlaus í mat, drykk og fatagerð. Fermingarfötin hans Þórbergs voru úr heimaunnu vaðmáli, voðin lituð úr sortu og hellulit. Til vinnunnar °g litarins á fötunum var vandað. Móðir okkar sneið þau, en Auðbjörg móðursystir saumaði. Þær voru báðar vel virkar og nokkuð vel kunnandi til verks. Nóttina eftir komu kaupstaðar- mannanna voru panna og pottur sett á hlóðir í útieldhúsinu á Hala, pönnukökur bakaðar og kleinur steiktar. Á sunnudagsmorg- uninn var því hægt að gefa kaffi svolítið frábrugðið því venju- lega. Þetta þótti okkur strákum stórhátíð. Það er fleira, sem í Goðasteinn 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.