Goðasteinn - 01.09.1963, Side 54

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 54
)ón R. Hjálmarsson ': Sýnir Odds á Heiði Oddur Oddsson, f. 28. 12. 1894, á Heiði, Rangárvöllum, hefur frá barnæsku verið skyggn og næmur fyrir dulrænum fyrirbærum. Hann var full þrjátíu ár fjallkóngur á afrétti Rangvellinga, svo- nefndum Laufaleitum. Venja var á fjalli, að þeir leitarmenn tækju sér náttstað í Hvanngili, sem liggur yfir þveran afrétt suður af Torfajökli, austarlega. Voru hestarnir settir á beit yfir nóttina innst í gilinu. Oft varð að fara seinni hluta nætur til að líta eftir hestunum, því að þeir vildu rása fram úr gilinu. Það var venja Odds að fara með í þcssar eftirlitsferðir. I ferðum þessum sá Oddur oft mann í gilinu og slóst hann í för með þeim leitarmönnum. Ekki sáu mann þenna aðrir en Oddur. Maðurinn var vel í meðallagi á hæð, fremur grannvaxinn, en herðabreiður. Hann var búinn dökkleitri yfirhöfn, er virtist lítið eitt síðari á aðra hliðina og náði niður undir hné. Hann var með venjulega íslenzka skó og í ullarsokkum utan yfir buxum og girtur fótólum neðan við hné. Eitt sinn, er Oddur var að vitja um hestana og maður þessi hafði slegizt í förina, sneri Oddur sér að honum og spurði: „Hvert ætlar þú eiginlega?“ Hvarf þá svipurinn. Er Oddur var í leitum á þessum slóðum, var hann stundum að hugsa um, að óviðkunnanlegt væri að hafa aldrei komið á þann stað á Mælifellssandi, þar sem þeir urðu úti mennirnir fjórir úr Skaftafellssýslu árið 1868, svo sem kunnugt er. Svo bar það við eitt sinn í göngum laust eftir 1930, að Oddur var þarna á ferð ásamt Böðvari Böðvarssyni, nú á Voðmúlastöðum í Landeyjum, er á þenna stað hafði komið. Ákvað þá Oddur að láta Böðvar leiðbeina sér og þeim öðrum, er með voru, á umræddan stað. Nokkur ár voru liðin frá því, að Böðvar hafði komið, þar sem beinin fundust, og var hann ekki alveg viss um að rata. Er nokk- 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.