Skírnir - 01.01.1881, Síða 6
6
ATTSTRÆNA MÁLIÐ.
J>etta víttu þeir Gladstone sem haríiast á kjörfundunum, en þó
var nú eigi talaS um aS flæma Tyrkjann á burt úr vorri álfu;
hann mætti vera kyr á stöðvum sínum, en eiga þar engan
valdarjett eSa höfSingjarjett á enum kristnu þjóSflokkum, og þó
sízt á tyrkneska vísu, eSa sem soldán og jarlar (pasjar) hans
hefSu neytt hans og beitt honum aS fornu farí. Soldánavöld
og pasjastjórn ætti ekki heima í vorri álfu, og vægSarlaust
yrSi aS halda því aS Tyrkjum aS hætta öllum hroka og drambi
viS kristna menn, en gera bæSi Grikki og Slafa sjer jafnsjalla
aS öllum kostum og rjettiudum. I stuttu máli: höfuSkenning
Gladstones og Vigganna var og er, aS mergur austræna málsins
sje lausn og sjálfsforræSi hinna kristnu þjóSflokka, en eigi upp-
hald Tyrkjaveldis í vorri álfu *). Já, hvaS meira er, þeim lágu
eigi sjaldan vingjarnlega orSin til Rússa, ogjátuSu, aS þeir hefSu
mest fyrir því haft, sem áleiSis væri komiS, og kölluím málunum
aS eins spillt í Berlin 1878. Af því aS þýzkaland og Austur-
ríki hafa tekiS einmitt i sama streuginn og Torýmanna flokkarinn
á Englandi, og umfram allt haft augastaSinn á Rússum og miSaS
allt viS Rússland — eSa MiklágarS á valdi Rússa — þá hefir
Gladstone sízt dregiS dul á, hve illa sjer segSi iiugur um tiltektir
Austurríkis eSa samkomulag þeirra Andrassýs og Haymerles viS
Bismarck. Hann tók svo geyst á hertaki Austurríkis (í Bosníu
og Herzegóvínu) í einni kjörfundarræSu sinni (á Skotiandi), aS
hann sagSi þar kynni aS koma, aS Englendingar segSu viS Aust-
urríkismenn: »á burt meS krumlurnar!« („Hands ojf\“). þegar
Gladstone var seztur aS stjórn, baS sendiboSi Austurríkiskeisara
hann gera grein fyrir, hví hann hefbi mælt af svo miklum þjósti
til Austurríkis (brugSiS því um harSstjórn og áþjánarráS og svo
*) Gladstone sagði meðal annars í einni ræðu sinni í þingstofunni neðri
(í sumar leið): “Nú geta þó allir gengið úr skugga um, að þeir
fóru hræðilega villir vegar, sem rjeðu sáttrnálanum í París (1856),
og að hjer var allt fyrir gíg unnið« ; og síðar: »því næst verð jeg
að segja það hreint og beint: það er einber missýning, ef menn
halda, að það sje nauðsynlegt að halda uppi ríki Tyrkja, hvort sem
þeir bæta ráð sitt eða ekki.<