Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 1
ELLEN MARIE MAGER0Y:
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í
ERLENDUM SÖFNUM
i
GRIPIR í NORDISKA MUSEET, STOKKHÓLMI
(PRAMHALD FRÁ ÁRBÓK 1955 - 1956)
RÚMBRÍKUR
1. 65.01+9. Rúmbrík úr furu, rétthyrningur að lögun, með eitt
horn sneitt af. L. 63, br. 25, þ. 2.5.
2. Sprungin, för eftir nagla og flísar brotnar af, og nýtt stykki
sett inn í neðra horni vinstra megin. Leifar af brúnleitri málningu
(bæsi?). 19. mynd. 75.I.S.
3. Á lækkuðum grunnfleti, sem nær yfir um það bil hálfa fram-
hliðina, er upphleypt jurtaskrautverk, um 3-4 mm hátt. Uppréttur
miðstofn, rúmlega 2.5 sm breiður við rótina, með uppvöfðum grein-
um, sinni til hvorrar hliðar efst, myndar nokkuð óvirkilegt skraut-
verk með vafningi og grein út frá vafningnum og aftur grein út frá
þeirri o. s. frv. Greinarnar ákveða ytri línurnar og lögun á nokkru
af efra kanti og á afsneiðingnum. Að nokkru leyti er annar helm-
ingur þeirra innhvelfdur og skreyttur með litlum, íbognum innskurð-
um í kantinn, er þeim raðað tveimur og tveimur saman. Annars
staðar eru tungur, eins og blað með tungum lægi langs eftir. Á ein-
um stað eru fjórir holjárnsskurðir í röð. Hin ávölu „þykkildi“, sem
greinarnar enda í, eru að nokkru leyti holuð og með upphleypt, út-
sprungið blóm (rósettu) eða blómsturhnapp. Sums staðar líkist þetta
þó fremur samanbeygðum blöðum með laufskornum kraga í kring.
Önnur blöð eru samansett, akantus-ættuð, og fínt sveigð. Efst, þar
sem stofninn skiptist í tvennt, er hjarta með laufskornum kraga inn-
an í, sem lítill leggur gengur upp af, og ber hann efst (milli beggja