Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fjóra hornreiti með krossi (sem töppunum er komið fyrir í). 1 þrem-
ur reitunum er einn höfðaletursstafur í hverjum. í þann fjórða er
innskorið ANO (öfugt N) og ártal. — Vel gert.
4. Ártal: 1843.
5. Áletrun: ma sth tein nas in
gnu ors sso tock n
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888. Akranes.
Nr. 10 í „Viðbót“ í HS stærsta hf.: Lítill stokkur,--þegar eg,
1883, keypti stokkinn (í Leirársveit) var læsingin biluð, og 2 spítur
í henni rangt smíðaðar, og rétt nýlega gerðar í aðgerðarskyni, svo
læsingin var ónýt. Bjó því Lárus, sonur minn, að mínu undirlagi, til
hina nýu læsingu, sem nú er fyrir stokknum; og er hún að mestu
gerð eptir þeirri hugmynd, sem okkur virðtist verið hafa í hinni
upprunalegu trélæsingu,-----. [Svo kemur löng skýring um notkun
læsingarinnar, og að lokum segir hann, að hann viti ekkert um upp-
runa stokksins.]
1. 64-955. Stokkur úr furu, festur saman með trétöppum. Með
renniloki. L. 32.8, br. 17.8, h. (án loks) 16.
2. Smásprungur, stokkurinn að öðru leyti óskemmdur. Lokið hef-
ur þó eina stóra rifu, sem negld hefur verið saman. Flísar brotnar
af. Lokið á svo illa við stokkinn, að það getur naumast verið upp-
runalegt. (Skurður á því líka nokkuð öðruvísi.) Ómálaður. 30. mynd.
6.Á.d.
3. Upphleyptur útskurður á hliðum, göflum og loki. Á lokinu er
höfðaleturslína og ártal langs eftir miðju, á flötunum til beggja hliða
eru upphleyptir teinungar, um 2 mm háir, ofurlítið ávalir að ofan og
alveg sléttir. Bognar hliðargreinar skera aðalstöngulinn hvað eftir
annað alla leiðina og enda í ávölu „þykkildi“ með frammjóu „hnakka-
blaði“. Meðfram endunum er bekkur með smáum hökum milli tveggja
innskorinna lína. Þessir endabekkir endurtaka sig á hliðum og göfl-
um, sem annars hafa jurtaskrautverk. Á hvorri hlið er samhangandi
teinungur, en á göflunum er upphleyptur skurður, um 3 mm hár,
ofurlítið ávalur að ofan, samhverf niðurröðun um lóðrétta miðlínu.
Margar „kringlur“ og blaðflipar í hverjum vafningi. Stönglarnir eru
með mörgum þverböndum. Að öðru leyti eru þeir skreyttir með hall-
andi kílskurði, „kringlurnar" með tveimur gagnsettum holjárns-
stungum. — Gott verk, en ekki lipurt.
4. Ártal: 1834.