Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 11
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUH SÖFNUM
15
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar, forstöðumanns
safnsins í Reykjavík, 27. 11. 1888.
7. L: „Locket yngre". (Þetta getur vel staðizt, því að viður þess
virðist minna feyskinn.)
8. Peasant Art, fig. 14.
1. 58.096. Kistill úr furu, festur saman með trétöppum og, lík-
lega síðar, járnnöglum. Hjörur úr járni. Merki sjást eftir skrá. Okar
eru festir undir enda loksins við gaflana; handraði er niður við botn.
L. (loksins) 42, br. 28.5, h. 23.
2. Sprungur; flísar brotnar af. Læsingin horfin. Hjörurnar brotn-
ar. Ómálaður. 59.A.h.
3. Útskurður á báðum hliðum, ofan á lokinu og á handraðanum.
Upphleypt jurtaskrautverk, um 5-8 mm hátt, á hliðunum og lokinu.
Breidd stönglanna er breytileg, þeir breiðustu á framhliðinni 3 sm,
flatir að ofan, með innri útlínum, annars skreyttir nokkrum „nagla-
skurðum“ og kílskurðum, sem settir eru saman tveir og tveir. Á fram-
hliðinni er bylgjuteinungur án þess að hafa neina eiginlega byrjun
eða endi (endar í blöðum báðum megin) ; gengur fremur ruglings-
lega og óákveðið. Stærstu greinarnar enda með stórum skúfum af
ýmislega löguðum blaðflipum. Sumir eru frammjóir og sveigðir,
aðrir sem „kringlur“ á leggjum, eða lykkjulagaðir. Einnig eru þeir
prýddir með ýmiss konar skurði. Minni greinar enda í smá-„kringl-
um“, oftast með innri útlínum og þríhyrndum skipaskurði. Útskurð-
urinn á bakhliðinni og lokinu hefur sama útlit, sömu stöngla, með
sama ójafna gangi. Á lokinu er bandlíkur miðstofn, sem sendir tvo
sams konar stöngla sinn til hvorrar hliðar. Hér eru fleiri smástönglar
með „kringlum“ en á framhliðinni, og aðalstöngullinn hefur fleiri
þverbönd með smá þríhyrndum skurðum á hvora hlið. Á bakhliðinni
er nokkurn veginn samhverf niðurröðun til beggja hliða um lóðrétta
miðlínu. Stönglarnir eru hér yfirleitt mjórri og fleiri „krókar“ vefj-
ast saman, svo að útlitið verður fjörlegra; hér sést líka minna af
grunnfletinum. Vafningar enda hér aðeins í „kringlum“ og ofursmá-
um blaðflipum. Minna er af skurðum til prýðis. Handraðinn er út-
skorinn bæði ofan á og á framhliðinni. Eru þar innskornir kráku-
stígsbekkir með kílskurði og jurtaskrautverk af sömu gerð og utan
á kistlinum, en smærra; ofan á er þar að auki einn höfðaletursstafur
og tveir aðrir upphleyptir bókstafir, skornir eins og jurtastönglar.