Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
arnir eru flatir að ofan með innri útlínum, upphleyptir, um 3 mm
háir, að öðru leyti er ekkert skraut og engin blöð. Allar greinarnar
enda í stærri og minni undningum. Stöngulbreiddin er tæplega 1 sm.
Á báðum hliðum er úti við kantinn lóðréttur, skástrikaður bekkur.
Þar að auki er neðst á bakhliðinni bylgjuteinungur af „gotneskri"
gerð með kringlu og tvo blaðflipa í hverri beygju. Er þetta betur
skorið en stöngulskrautið. Á báðum endum loksins, við kantana, eru
skástrikaðir bekkir og teinungar meðfram köntum hliðanna. Þrátt
fyrir slitið sést, að það er sams konar teinungur og á bakhliðinni, en
hér eru þrír blaðflipar í hverri beygju fyrir utan vafninginn. Mið-
fletinum er skipt þvert yfir með ennþá einum litlum upphleyptum
teinungi af líkri gerð, en vafningarnir eru hér orðnir að undningum.
Báðir reitirnir hafa fremur undarlegar stöngulfléttur, þar sem stöngl-
arnir enda í þremur lykkjum. Þeir eru um 1 sm breiðir; það vottar
fyrir innri útlínum. í reitnum til hægri er mikið af skurðinum slitið
af. Neðst í reitnum til vinstri stendur anno með höfðaletri, og neðst
í hægri reitnum eru nokkur innskorin tákn, sem líta út eins og rúnir,
óglögg. Okinn, sem eftir er undir lokinu, hefur kílskurðarbekki og
bekki með innskornum línum og kílskurði; erfitt er að gera sér grein
fyrir því (nokkuð vantar). — Hinir eiginlegu bylgjuteinungar eru
skornir með merkilegu öryggi og nákvæmni. „Stöngulflétturnar'*
virðast langtum klunnalegri.
4. Ártal er ekki sýnilegt lengur, ef það er ekki með rúnum. (MÞ:
Varla mun hann yngri en frá 17. öld.)
5. Áletrun. Um rúnirnar segir MÞ: Verður nú ekki séð, hvaða
vit hefur verið í þeim. Annars engin áletrun nema ofannefnt anno.
6. L: Rolf Arpi keypti, 1882. Uppsalir.
1. 35.141. Kistill úr furu, negldur saman með trétöppum, lokið
á látúnshjörum. Okar eru undir endunum á lokinu við gaflana.
L. (loksins) 29.5, br. 17, h. 15.2.
2. Lítið skemmdur, en nokkuð gisinn. Nýtt stykki hefur verið
sett inn efst á bakhliðina (hjarirnar eru festar á það). Einnig á
framhliðina er stykki sett inn efst, en það virðist ekki nýtt. Hefur
verið lokað með krók að framan, nú er aðeins kengurinn eftir. Vottar
fyrir rauðri og blágrænni (og svartri?) málningu. 73.A.h.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á hliðunum og lokinu eru
fremur undarlegar, upphleyptar bandfléttur, um 2-3 mm að hæð.
Böndin eru um 1 sm breið með innri útlínum. Munstrið er samhverft.