Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 78
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. Nokkuð slitinn og smástykki brotin af. Ómálaður. 73.A.aa.
3. Innskornir latneskir upphafsstafir. Eftir miðju lokinu er einn-
ig höfðaleturslína. — Ekki sérlega fín vinna.
4. Ártal: Neðan á botninum er Anno og ártalið 1805.
5. Áletrun: Höfðaleturslínan (yzta stafinn vantar á hvorn enda
línunnar): isseliaaudunnardottir / astockin
Innskornu línurnar:
EIDISTKIFIDEIMDOGNEIDOLLUMDIGDUMSAFNISÆ
ILILIFISÆLIDEIDSÆIJESUNAFNIfA
GURBLOMINFARSÆLDARFILGIÞIERUMHEIMSINSGRU
NDAUKESTSOMINNALSARALLAÞINALIFSUMSTU
NDiEGBIDÞIGADUIRDAUELÞOU
ANDADLITSIEÞETADPAREINUMGUDIEGÞIGFELALLA
TIMASIDOGAR / Anno 1805 AAS. AA samandregið.
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888, Akranes. 27. 11.
Samkvæmt H er þetta nr. 44 í HS minnsta hf. Þar stendur:
Prjónast. — með loki og 8 hliðum, útskorinn á öllum, með 3 heilla-
óska-vísum, ártali 1805 og kvennmannsnafni.
Hlýtur að vera nr. 54 í „Viðbót“ í HS stærsta hf.:-Eg keypti
hann, 1887, út á Akranesi.
1. 64.965. Prjónastokkur úr beyki, sívalur þverskurður, einnig
að innan. Með hverfiloki, sem leikur á trétappa í hálfkringlulagaðri
framlengingu á öðrum endanum. Á hinum enda stokksins að ofan er
þríhyrnd framlenging. L. 36. Þvermál um 4.2.
2. Nokkrar smáflísar brotnar af, að öðru leyti óskemmdur. ómál-
aður. 74.A.aa.
3. Eftir miðju lokinu er bekkur af „snúnum böndum“ (band-
flétta), mjög lítið upphleypt. Á hinni hálfkringlumynduðu framleng-
ingu er allt í kring bekkur með smágerðum kílskurði, og ofan á hinni
þríhyrndu framlengingu eru bekkir með réttum og skáhöllum kíl-
skurðum. — Sæmilegt verk, en ekki sérlega athyglisvert.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá 18. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, Island. 27. 1. 1888.
Hlýtur að vera nr. 6 í HS stærsta hf. Þar er mjög nákvæm lýsing
á honum. Að lokum stendur: „Hann er úr brenni. Hann er víst all-
gamall, og keyptur eptir gamla konu, er dó í Leirársókn 1876.“