Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 47
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
51
Negldur saraan með járnnöglum. Gaflarnir standa nokkuð upp fyrir
lokið í bogaskornum „burstum“. Lokið hefur tappalæsingu og standa
tapparnir í sambandi við hjól innan á lokinu. Nú er læsingin biluð.
Svolítil glerrúða (glerið sprungið) er í ofannefndri umgerð á lokinu.
L. 35.8, br. 20, h. 21.9.
2. Nokkuð sprunginn, dálítið ormétinn. Lítils háttar leifar af
rauðri málningu. 29. mynd. 59.A.f.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á lokinu eru innskornir
bekkir, krákustígsbekkir meðfram köntunum og einn á litlu umgerð-
29. mynd.
inni. Á hliðunum er upphleypt teinungaskraut, skorið skáhallt niður
frá kanti, svo að lítið af grunninum verður sýnilegt, skorið um 6—7
mm djúpt niður á milli stönglanna. Á annarri hliðinni og báðum
göflum er niðurröðun samhverf um lóðrétta miðlínu, á hinni hliðinni
er niðurröðun um hornlínu. Stönglarnir eru flatir að ofan með innri
útlínum, ekki mjög náttúrlegir, frekast sem bönd, er mynda lykkj-
ur, hjörtu o. s. frv. Stöngulbreiddin er allt að rúmlega 2 sm; með
vafningum og smáum, frammjóum blaðflipum. Gaflarnir með bog-
um og tökkum að ofan, og framan á upphækkanirnar er skorið lítils
háttar, nánast jurtaskraut. — Útskurðurinn fremur grófur, en skreyt-
ir vel,
4. Ártal ekkert.