Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 69
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
73
1. 38.851. Prjónastokkur úr beyki, eintrjáningur, með renniloki.
Ferkantaður þverskurður, með afsneiddum köntum. L. 32.1, br. 3.3,
h. 3.
2. Dálítil sprunga á annarri hliðinni og flísar brotnar úr lokinu
til endanna. Ómálaður. 73.A.Z.
3. Sín höfðaleturslínan er á hvorri hlið og ein á lokinu. Innskorið
ártal á báðum göflum. — Vel gert.
4. Ártal: 1876.
5. Áletrun: gudbiörgpalsdott
in (sic!) astokkinnmedrie
ttuogerveladkomin
6. L: Kom 8. 12. 1883. Fil. kand. Rolf Arpi keypti. Uppsalir.
1. 38.852. Prjónastokkur úr furu, eintrjáningur, með renniloki,
ferkantaður þverskurður. L. 32.4, br. 3.8, h. 4.7.
2. Óskemmdur. Ómálaður. 5.Á.ab.
3. Lágt upphleyptur útskurður á báðum hliðum og loki. Bylgju-
teinungar eru á hliðunum, næstum því alveg eins. Stönglarnir um
1 sm breiðir, með innri útlínum og þverböndum, þar sem blöðin koma
út. í hverri beygju er blaðskúfur, flestir með fimm smáblöðum og
tveimur stærri, gagnsettum, eru þau frammjó og sveigð. Smáblöðin
hafa skáhallan skurð niður. Þau stærri hafa innri útlínur og þver-
bönd. Ávöl smáblöð með skáhöllum innskurði eru einnig einstök á
stönglinum. Á miðju lokinu er fangamark með stórum latneskum
skrifstöfum, sléttum að ofan, í umgerð af bogalínum. Út frá því til
beggja hliða ganga samhverfir teinungar af sömu gerð og á hliðun-
um, en án þverbanda. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Fangamarkið: G Th D.
6. L: Fil. kand. Rolf Arpi keypti 8. 12. 1883. Uppsalir.
8. Avb. Peasant Art, fig. 55.
1. 38.853. Prjónastokkur úr furu, eintrjáningur með renniloki.
Ferkantaður þverskurður. L. 36, br. 5, h. 4.5.
2. Dálítil sprunga á lokinu. Efri kanturinn brotinn af öðrum gafl-
inum. Grænmálaður, en málningin slitin. 73.A.Ö.
3. Upphleyptur útskurður um 2 mm hár á hliðum, göflum og loki.
Bylgjuteinungar á báðum hliðum og lokinu, næstum því alveg eins
innbyrðis. Stönglarnir eru flatir að ofan, um 5 mm breiðir. I hverri