Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 126
KRISTJÁN ELDJÁRN:
ÞRJÚ KUML NORÐANLANDS
í Kumlum og haugfé úr heiðnum sið á fslandi, 1956, hef ég talið
upp öll heiðin kuml, sem mér var kunnugt um að fundizt hefðu fyrir
árslok 1955. í framhaldi af þessu er ætlunin að birta jafnóðum í
Árbók frásagnir af þeim kumlum, sem finnast. Sumarið 1956 rann-
sakaði ég kuml á þremur nýjum stöðum norðanlands, og verður gerð
grein fyrir þeim hér. Auk þess gerði ég allverulega viðbótarrann-
sókn á kumlateignum í Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal (Kuml og
haugfé, bls. 117—121), en greinargerð um hana bíður að sinni.
Sumarið 1957 rannsakaði Jón Steffensen prófessor kumlateig í Gils-
árteigi, og skýrir hann frá þeirri rannsókn í næsta árgangi Árbókar.
1. Kuml á Sólheimum í Sæmundarhlíð, Seyluhreppi,
Skagafjarðarsýslu.
1 ágústmánuði 1956 voru vegagerðarmenn að taka möl til ofaní-
burðar í nýjan veg, sem verið var að gera um Sæmundarhlíð í Skaga-
firði. Möl var tekin í stórum melhól rösklega 200 m suður og niður
frá bænum í Sólheimum. Þessi hóll heitir Torfhóll eða Torfmelur.
Frá honum er bærinn næstum því í hvarfi, því að stóran hól ber á
milli. Vegamennirnir mokuðu á bílana með vélskóflu, og eitt sinn,
þegar þeir tæmdu bíl, sáu þeir bæði mannsbein og hrossbein í möl-
inni. Þóttust þeir þá vita, að þetta mundu vera leifar fornra kumla,
hættu að taka möl á staðnum og gerðu þjóðminjaverði viðvart. Hinn
18.—19. ágúst kom ég á þessar slóðir og rannsakaði fundarstaðinn.
1. kuml. Kuml það, sem vegamennirnir fundu, hafði verið vestar-
lega á hólnum. Um það er alls engin vitneskja önnur en sú, að þarna
höfðu verið grafnir maður og hestur. Enginn vottur haugf jár fannst,
og allar líkur eru til, að kumlið hafi verið rænt fyrr á tíð.
Mannabeinaleifarnar eru: Hlutar úr kúpuhvolfsbeinum, báðir