Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Samkvæmt H nr. 32 í HS minnsta hf. Þar stendur: Trafalár, með
loki og hvolfi í; útskorinn, rúnastafir á lokinu.
Hlýtur að vera nr. 2 í HS stærsta hf.:
------þessu, sem mörgu öðru útflúri, verður ekki lýst, svo Ijóst
verði, nema með flatauppdráttum (sem, ásamt gagnsýnismyndum,
ættu að vera til af öllum fornmenjum; en annir mínar leyfa mér ekki
slíkann, styrktarlausann starfa, er útheimtir mikinn tíma, yfirlegu
og nákvæmni).-----þessi lár hefur, líkt og öskjurnar, verið hafður
til að geyma í tröf,--en hvolfið [hólfið í lokinu] var haft fyrir
hina smærri hluti kvennbúningsins. Þennan lár hefi eg uppspurt og
fengið keyptann ofanúr Borgarfirði. Hefur seinast átt hann kona
Þorkels bónda í Lækjarkoti. Eignaðist hún hann eptir formæður sín-
ar.-----Gamlir lárar skiptust einkum í 2 flokka: 1. trafalár, og
2. ullar- eða lippulárar. Trafalárarnir voru ætíð með bustarloki,
meira eða minna skornir, eða skreyttir, en hinir síðarnefndu voru
optast loklausir, óskornir, einfaldir, stærri hinum, og stundum á við
litla pallkistla að stærð. Af öllum slíkum lárum var mest smíðað á
íslandi, meðan verzlunarokið, og með því viðarskortur, kreppti mest
að lanzmönnum, með því líka að í þá þurfti aðeins lítinn og smáann
við, sem vart varð notaður til annara smíðisgripa.
8. Afbildningar, pl. 15, nr. 72.
1. 6U-9UU. Lár úr furu, ferkantaðir hornstuðlar með afsneiddum
köntum og hnöppum efst. Langrimarnar að ofan og neðan á hliðum
og göflum eru tappaðar í stuðlana. Botninn festur á með trétöppum.
Holur eru í tvo af stuðlunum eftir lok með tappahjörum. Bæði á hlið-
unum og göflunum eru „píláralagaðar“, lóðréttar fjalir felldar inn
í langrimarnar að ofan og neðan. L. 23.3, br. 17.7, h. 18.2.
2. Lok vantar, tveir af hnöppunum ofan á hornstuðlunum eru
skemmdir. Sumir af pílárunum eru nýir. Lista, sem verið hefur bak
við þá, vantar, og stykki vantar í einn lista undir botninum. Ómálað-
ur. 34. mynd. 49.F.j. Einnig 182.Y.ak.
3. Innskorin áletrun með latneskum upphafsstöfum er á öllum
langrimunum.
4. Ártal: ANO 1697 d 14 MAI innskorið á eina af langrimunum.
5. Áletrun: HEILLERALLARFAD SEIMGRVNDRIOD
VFLIODÞIGFRELSE SÆMDVMDÆ
GVDFRASTRID MDOGPRIDE
ESIERTVOGVERTV ANO 1697 d 14 MAI